Möðruvellir í Hörgárdal
Sögusvið Sturlungu
Möðruvellir eru sögufræg jörð, kirkju- og klausturstaður í Hörgárdal í Eyjafirði. Hér bjó m.a. Eyjólfur ofsi Þorsteinsson (d. 1255) um tíma eftir að Gissur Þorvaldsson hrakti hann burt úr Skagafirði.
Munkaklaustur og kirkja
Munkaklaustur af Ágústínusarreglu var stofnað hér 1295 eða 1296 og starfaði það til siðaskipta. Fyrsta kirkjan var byggð hér 1302 en hún brann ásamt klaustrinu 1316. Núverandi kirkja var byggð á árunum 1865-67 eftir kirkjubrunann 1865. Gönguferð um kirkjugarðinn á Möðruvöllum er upplögð sögustund.
Þekktir Íslendingar
Hér bjuggu og störfuðu höfðingjar, embættismenn, skólamenn, skáld og fræðimenn. Hér fæddist Hannes Hafstein skáld og fyrsti ráðherra Íslands og hér störfuðu menn eins og Þorvaldur Thoroddsen, Bjarni Thorarensen, Jón Sveinsson (Nonni) og náttúrufræðingarnir Ólafur Davíðsson og Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Skólahald
Gagnfræðaskóli var stofnaður á Möðruvöllum 1880 en þegar skólahúsið brann árið 1902 var skólinn fluttur til Akureyrar.
Endurreisn bygginga
Árið 2006 var stofnað félag til að vinna að endurreisn bygginga á Möðruvöllum og koma sögu staðarins á framfæri.