Skor á Vestfjörðum
Skor var bær og lendingarstaður á sunnanverðum Vestfjörðum, undir Stálfjalli skammt austan við Rauðasand. Hér var eini lendingarstaðurinn á stórri strandlengju og því varð Skor vinsæll lendingarstaður þrátt fyrir landfræðilega einangrun staðarins. Nokkurt útræði var hér á öldum áður og búskapur hélst hér fram á 18. öld. Í dag er staðurinn einkum þekktur úr kvæði Matthíasar Jochumssonar um dauða Eggerts Ólafsonar og Ingibjargar konu hans 1768.
Þrútið var loft og þungur sjór
Þrútið var loft og þungur sjór,
þokudrungað vor.
Það var hann Eggert Ólafsson,
hann ýtti frá kaldri Skor.
Eftir veturlanga vist hjá mági sínum Birni í Sauðlauksdal (1767-1768) lagði Eggert Ólafsson, náttúrufræðingur og skáld, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir, upp frá Skor á leið til nýrra heimkynna en þau höfðu þá nýverið keypt jörðina Hofstaði í Miklaholtshreppi. Haustið áður höfðu þau haldið brúðkaupsveislu aldarinnar í Reykholti í Borgarfirði. Báturinn var drekkhlaðinn og veðurhorfunar ekki sem bestar en Eggert hlustaði ekki á viðvaranir reyndra sjófara og ýtti úr skor um kvöldið 30. maí 1768 á tveimur bátum. Fljótlega versnaði veðrið og sökum ofhleðslu lét bátur Eggerts illa og í einni veltunni féll Ingibjörg útbyrðis. Eggert sleppti stýrinu og reyni að ná til konu sinnar en við það snérist skipið og hvolfdi. Áhöfn hins bátsins fylgdist með þessum harmleik en gat ekki aðhafst vegna veðursins. Eggert var 41 árs gamall. Um slysið má m.a. lesa í grein eftir Grím Thomsen sem birtist í 6. tbl. Ísafoldar 1879.