Aðalstræti 10

Elsta húsið í Kvosinni

Aðalstræti 10, einnig þekkt sem Fógetahúsið, er elsta húsið í Reykjavík ef frá er talin Viðeyjarstofa. Það var reist árið 1762 undir bókara Innréttinganna, klæðageymslu og lóskurð en áður hafði dúkvefnaðarhús Innréttinganna staðið hér. Það hús eyðilagðist í bruna árið 1757. Árið 1807 komst húsið í eigu Geirs Vídalíns, fyrsta biskups Íslands eftir siðaskipti, og var eftir það lengi kallað biskupsstofa. Geir var systursonur Skúla fógeta sem húsið er stundum nefnt eftir. Meðal annarra íbúa sem búið hafa í Aðalstræti 10 má nefna Jens Sigurðsson, rektor Lærða skólans og þingmaður, bróður Jón Sigurðssonar. Er talið að Jón hafi oft búið hér þegar hann var staddur hér á landi.

Úr biskupsbústað í veitingastað

Frá 1895 hefur húsið verið nýtt til verslunar- og veitingareksturs, fyrst af Helga Zoega en síðar ráku Silli og Valdi verslun hér í um hálfa öld. Eftir það voru reknir hér ýmsir veitingastaðir m.a. veitingastaðurinn Fógetinn.

Endurbætur Minjaverndar

Gagngerar endurbætur voru gerðar á húsinu í upphafi 21. aldarinnar á vegum Minjaverndar og árið 2007 opnuðu hér verslanirnar Kraum og Handverk og hönnun.

Skildu eftir svar