Gröf í Vestmannaeyjum

Gröf, við Urðarveg 7 í Vestmannaeyjum, var bernskuheimili Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf, sem fæddur var í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Húsið var brennt til þess að hindra útbreiðslu á taugaveiki, en gatan hvarf öll undir hraun í Heimaeyjargosinu 1973. Binni byggði síðar húsið Sóleyjarhlíð, Hásteinsveg 45, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni frá því á 5. áratug seinustu aldar til dauðadags. Hugur Binna stefndi snemma að sjómennsku, sem varð hans ævistarf. Hann þótti með ólíkindum fiskinn og varð margsinnis aflahæsti skipstjórinn í Vestmannaeyjum og á landinu öllu á báti sínum, Gullborgu. Var Binni m.a. sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín við sjávarsíðuna. Orðspor Binna og aflasæld lifir enn góðu lífi á meðal Eyjamanna, sem minnast hans á góðri stundu m.a. í Eyjasöngvum. Þá var afhjúpuð brjóstmynd af Binna í Eyjum árið 1978. Binni lést 12. maí 1972.

*

Á meðal afkomenda Binna eru dóttursynirnir, Grímur og Sigurður Gíslasynir, sem eru landsþekktir matreiðslumenn, ekki síst með það hráefni, sem afi þeirra var manna ötulastur við að færa á land!

Smelltu hér til þess að sjá götumynd á Já.is

Skildu eftir svar