Laufásvegur 46 (Galtafell)
Á lóð nr. 46 við Laufásveg í Reykjavík stendur hús sem Pétur J. Thorsteinsson athafnamaður frá Bíldudal lét byggja árið 1916 og kallaði Galtafell. Hafði Pétur og fjölskylda hans þá búið í Lækjargötu 10 frá því að þau fluttu heim frá Danmörku árið 1910. Sonur hans Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) bjó í húsinu um skeið. Við gjaldþrot Péturs árið 1922 eignaðist Íslandsbanki húsið. Lesa má um Pétur og fjölskyldu hans í færslunum Kvennabrekka í Dölum, Lækjargata 10 í Reykjavík og Sauðafell í Miðdölum.