Alþingishúsið

Alþingishúsið var reist á árunum 1880-1881 á Kirkjustíg við sunnanverðan Austurvöll. Húsið var teiknað af Ferdinand Meldahl en byggingastjóri hússins var F. Bald, sá sami og byggði húsið við Pósthússtræti 3. Grjótið í húsið var tekið úr Þingholtunum þar sem Óðinsgata er nú. Húsið hefur hýst löggjafarsamkomu Íslendinga frá árinu 1881 en einnig var Háskóli Íslands hýstur í húsinu á árunum 1911-1940.

 

Skildu eftir svar