Efri-Núpur

Bær í þjóðbraut

Efri-Núpur er bær og forn kirkjustaður í Núpsdal inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Efri-Núpur var áður í þjóðbraut milli Húnavatnssýslu og Borgarfjarðar og bærinn því tilvalinn áningarstaður ferðamanna á leið þeirra milli þessara landshluta. Leiðin milli Efri-Núps og efstu bæja í Borgarfirði var talin vera 10 klukkutíma ganga. Í kirkjunni er klukka sem talin er vera frá árinu 1510.

Vatnsenda-Rósa

Hér er leiði Vatnsenda-Rósu (1795-1855), eða Skáld-Rósu eins og hún var líka kölluð, en hún lést hér á ferð sinni milli sveita þann 28. september 1855. Árið 1965 reistu húnverskar konur minnismerki um skáldkonuna á Efra-Núpi.  Sjá einnig færsluna Vatnsendi í Vesturhópi.

 

Skildu eftir svar