Goðafoss í Bárðardal

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Hann er vatnsmikill og nokkuð breiður en ekki nema 9-17 metra hár. Sagt er að fossinn dragi nafn sitt af því að Þorgeir Ljósvetningagoði varpaði goðalíkneskjum sínum í fossinn eftir að hann tók kristna trú árið 1000. Um þetta segir hins vegar ekkert í fornsögum vorum.

Skjálfandafljót brúað við Goðafoss
Goðafoss

Árið 1880 ákvað Alþingi að leggja fé í byggingu brúar yfir Skjálfandafljót og var brúnni valinn staður skammt neðan við Goðafoss. Var byggingameistara Alþingishússins, hr. Bald, falin yfirumsjón með brúarbyggingunni. Fékk hr. Bald Steinþór steinhöggvara Bjarnason til að annast grjótverkið undir brúna. Byggðar voru tvær brýr, yfir sitthvora kvíslina, og var önnur þeirra um 80 álna löng en hin um 30 álnir. Að byggingu brúarinnar kom einnig athafnamaðurinn, smiðurinn, bankastjórinn og Alþingismaðurinn Tryggvi Gunnarsson.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar