Hringskersgarðurinn í Vestmannaeyjum

Syðri og eystri hafnargarðurinn á Heimaey var byggður við Hringsker og er kenndur við það, en hann er gegnt Hörgaeyrargarðinum, þar sem byggð var fyrsta kirkja í kristnum sið árið 1000. Höfnin á Heimaey var í árhundruð opin fyrir öldum Atlantshafsins, sem áttu greiðan aðgang inn í hana. Snemma á 20. öld urðu miklar breytingar á útgerð í Vestmannaeyjum með tilkomu vélbáta, sem fjölgaði ört og voru nánast berskjaldaðir fyrir úthafsöldunni. Því var ráðist í að byggja skjólgarð árið 1914 við Hringsker beint norður af Skansinum og annan á móti að norðan 1915. Gerð Hringskersgarðsins og garðanna beggja var mikið þrekvirki, en beljandi Atlantshafið olli miklum tjónum á garðinum til margra ára. Voru viðgerðir tíðar og stöðugt reynt að styrkja garðinn með grjóti og steypu, sem flutt var m.a. á vögnum eftir járnteinum. Um 1930 tókst loks að klára hafnargarðinn, og er hann fyrsta mannvirki sinnar tegundar á Íslandi sem vörn gegn úthafsöldunni. Í Heimaeyjargosinu 1973 rann nýtt hraun austan við garðinn og alveg að honum, þrengdi að innsiglingunni og gerði garðinn þar með nánast óþarfan. Hann hefur misst hlutverk sitt sem skjólgarður, en hvílir sjálfur í skjóli við hraunið og „man“ sinn fífil fegurri!

 

Skildu eftir svar