Sálnahliðið í Vestmannaeyjum

Sálnahliðið að Landakirkjugarði varð eitt af þekktustu myndefnunum í Heimaeyjargosinu 1973.  Bogalagað hliðið gnæfði til himins með krossinn efstan og eldspúandi gíg í bakgrunni.  Letrið á boganum, Ég lifi og þér munuð lifa, fékk nú aukna merkingu í baráttu manns og náttúru.  Kirkjugarðurinn hvarf smám saman undir farg svarts vikurs, líf og dauði tókust á og mannanna verk urðu stundum lítilvæg í þeirri ógn, sem vofði yfir.  En sálnahliðið stóðst svartnætti gosefnanna, sem aldrei náðu að kaffæra skilaboðin á þvi:  Ég lifi og þér munuð lifa.

Skildu eftir svar