Ofanleitishamar í Vestmannaeyjum

Talið er, að u.þ.b. 200 manns hafi komist undan í Tyrkjaráninu og falið sig víða á Heimaey. Í Reisubók séra Ólafs Egilssonar, prests að Ofanleiti, segir að einhleypir menn hafi fyrstir komist undan ræningjunum, þar á meðal 4 eða 5 sem hafi komist undan í fylgsni í Ofanleitishamri. Þeir hafi verið handteknir og fjötraðir á meðan ribbaldarnir eltust við 2 stúlkur. Annarri hafi tekist að leysa einn mannanna, sem leyst hafi hina og þeim síðan tekist að klífa niður í snarbratta hamrana, þar sem héldu til og komust undan. Tvær konur hafi og falið sig í skúta eða afhelli af hellismunna. Ofanleitishamar er afar stórgrýttur, sæbrattur hamrar, sem víða er ókleifur og ekki á færi nema fjallfimra manna að leggja við hann atlögu. Hamrabrúnin er víða mjög skorin og varasöm fótgangandi.

Skildu eftir svar