Sæheimar í Vestmannaeyjum

Sæheimar eru náttúrugripasafn, sem opnað var fyrir almenning árið 1964. Í safninu eru búr með lifandi fiskum, þorski, ýsu, ufsa, flatfiskum, kröbbum og ýmsum öðrum sjávardýrum, sem finnast við strendur Íslands. Í Sæheimum má einnig líta fjölda uppstoppaðra fugla og fiska, steina-, eggja-, skelja- og skordýrasafn. Þá staldra stundum við í mislangan tíma dýr s.s. lundinn Tóti, sem kom ungur í safnið og er vinsæl fyrirsæta myndatökufólks.

Skildu eftir svar