Munkaþverá í Eyjafirði

Munkaþverá er fornt stórbýli og kirkjustaður í Eyjafirði. Á söguöld hét staðurinn Þverá og sátu hér margir landsþekktir einstaklingar, þar á meðal Ingjaldur sonur Helga magra, Víga-Glúmur og Einar Þveræingur. Einar, sem var bróðir Guðmundar ríka á Möðruvöllum, er sagður hafa byggt fyrstu kirkjuna á Þverá.

Sturlungareitur

Talið er að í Sturlungareit í kirkjugarðinum séu grafnir þeir Sturlungar sem féllu í Örlygsstaðabardaga 1238, þar með talið Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans en Kolbeinn Sighvatsson er sagður grafinn heima á Grenjaðarstað. Staðsetning reitsins er ekki þekkt.

Klaustrið

Klaustur var hér frá 1155 fram til siðaskipta. Árið 1429 brann kirkjan og klaustrið með öllu sem þar var innanveggja. Nánar má lesa um sögu klaustursins í bók Steinunnar KristjánsdótturLeitin að klausturunum, sem kom út árið 2017. Jón Arason biskup var alinn upp á kotbýlinu Grýtu hér skammt frá en hann naut menntunar í klaustrinu á Munkaþverá. Minnismerki um Jón var reist sunnan við kirkjugarðinn árið 1959.

Kirkjan

Núverandi kirkja á Munkaþverá er frá árinu 1844.

Skildu eftir svar