Stóri-Dímon á Markarfljótsaurum

Mynd ESSBALD

„Karlmannlega er að farið.“

Stóri-Dímon (Rauðuskriður til forna) er móbergseyja á Markarfljótsaurum, sömu tegundar og Pétursey, Dyrhólaey og Hjörleifshöfði. Litli bróðir Stóra-Dímons, Litli-Dímon, er staðsettur sunnan við eystri brúarsporð gömlu brúarinnar yfir Markarfljót. Stóri-Dímon er einn af sögustöðum Njálu. Hér vó Kolur, verkstjóri Gunnars á Hlíðarenda, húskarl Njáls á Bergþórshvoli í deilum þeirra Hallgerðar og Bergþóru. Og hér sátu Njálssynir fyrir Þráni Sigfússyni, föður Höskuldar Hvítanessgoða. Það var þá sem Skarðhéðinn Njálsson hljóp „tólf álna yfir Markarfljót“ á ísjökum og klauf höfuð Þráins í jaxla niður. Féllu þá ofangreind orð af vörum Kára Sölmundarsonar.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar