Brekastígur 25 í Vestmannaeyjum

Brekastígur 25 (til hægri á mynd og áfast nr. 25) var heimili Bjartmars Guðlaugssonar, texta- og lagasmiðs, f. 13. júní 1952.  Bjartmar fluttist ungur til Vestmannaeyja og lifði þar sín æsku- og ungdómsár.  Hann varð snemma drátthagur teiknari og málari og naut kennslu og leiðsagnar Páls Steingrímssonar, kennara og síðar kvikmyndagerðarmanns.  Þá hreifst Bjartmar af tónlist Bítlaáranna á 7. áratugnum, söng í hljómsveit, fór að semja lög og texta og varð þjóðkunnur fyrir þá iðju sína.  Árið 2014 varð lag Bjartmars, Þannig týnist tíminn, valið vinsælasta lag allra tíma af íslensku þjóðinni í vinsældarkosningu Ríkisútvarpsins.  Bjartmar gaf út endurminningar sínar fyrir jólin 2016.

 

Skildu eftir svar