Tunga í Sælingsdal

Sögusvið Laxdælu

Tunga [Sælingsdalstunga] er eyðibýli í Sælingsdal í Dalasýslu. Samkvæmt Laxdælu bjó Þórarinn Sælingur en seldi Ósvífri á Laugum hluta af landi sínu. Eftir víg Kjartans Ólafsson keypti Bolli Þorleiksson Tungu og flutti hingað með konu sinni Guðrúnu Ósvífursdóttur. Hér bjó einnig Snorri goði eftir að hann fór frá Helgafelli.

Jón Thoroddsen

Jón Thoroddsen (1818-1868), skáld og sýslumaður, bjó hjá föðurbróður sínum í Tungu frá tveggja ára aldri til fermingar. Þegar Jón fór að skrifa þóttust ýmsir kunnugir geta greint fyrirmyndir sögupersóna hans eins og Gróu á Leiti í íbúum Hvammssveitar. Jón var faðir Skúla Thoroddsen (1859-1916), ritstjóra og alþingismanns, afi Sigurðar S. Thoroddsen (1902-1983), alþingismanns og verkfræðings og langafi Dags Sigurðarsonar (1937-1994) skálds. Hann var einnig langafi systranna Ásdísar Thoroddsen kvikmyndargerðarkonu og Halldóru Thoroddsen rithöfundar. Jón var langlangafi Katrínar Jakobsdóttur  forsætisráðherra.

 

Skildu eftir svar