Víðines í Hjaltadal

Mats Wibe Lund

Víðines er bær í Hjaltadal í Skagafirði sem Víðinesbardagi (1208) er kenndur við. Hér barðist 400 manna lið Kolbeins Tumasonar, eins mesta höfðingja Ásbirninga á 13. öld, við menn Guðmundar biskups Arasonar. Í bardaganum fékk Kolbeinn stein í höfuðið og lést af áverkanum. Sagt er að fyrir bardagann hafi Kolbeinn ort sálminn Heyr, himna smiður sem talinn er elsti sálmur Norðurlanda. Kolbeinn Tumason var föðurbróður Kolbeins unga Arnórssonar sem sigraði Sturlunga í Örlygsstaðabardaga 1238 ásamt Gissuri Þorvaldssyni. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós fornar tóftir í Víðinesi, jafnvel frá því fyrir 1104.

Skildu eftir svar