Hólar í Hjaltadal

Hólar eru kirkjustaður, biskupsstóll og skólasetur í Hjaltadal í Skagafirði, lengi eitt helsta mennta- og menningarsetur Norðurlands.

Biskupssetur í 7 aldir

Fyrsti biskupinn á Hólum var Jón Ögmundsson en af öðrum merkum biskupum sem sátu á Hólum má nefna Guðmund góða Arason (1161-1237), Jón Arason (1484-1550) og Guðbrand Þorláksson (1541-1627). Hér má sjá lista yfir alla Hólabiskupa.

Fyrsta prentsmiðjan um 1530

Fyrsta prentsmiðja landsins sett upp á Hólum í kringum 1530 og hér var fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, Guðbrandsbiblía, prentuð árið 1584. Sjá ritgerð Sveinbjörns Pálssonar um Gotneskt letur og Guðbrandsbíblía.

Hóladómkirkja 1763

Hóladómkirkja, sem enn stendur, var byggð á árunum 1757-1763. Var kirkjan ein af mörgum steinhlöðum byggingum sem dönsk stjórnvöld létu reisa hér á seinni hluta 18. aldar sem hluta af endurreisn landsins. Árið 1950 var 27 metra hár turn reistur við kirkjuna til minningar um Jón Arason og syni hans.

Niðurlagning Hólastóls 1801

Stuttu eftir lát Sigurðar Stefánssonar biskups 1798 voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður (1801). Þá var Hólaskóli einnig lagður niður og síðustu nemendurnir útskrifaðir vorið 1802. Síðan 1986 hefur vígslubiskup setið á Hólum.

Nýibær 1860

Árið 1860 lét Benedikt Vigfússon, prestur á Hólum, reisa Nýjabæ handa syni sínum, torfbæ sem hefur verið í umsjá Þjóðminjasafn Íslands síðan 1956.

Skólahald eftir 1880

Árið 1881 keypti sýslunefnd Skagafjarðarsýslu Hólastað. Bændaskóli var stofnaður að Hólum 1882 og frá árinu 2003 hefur háskóli verið starfræktur á staðnum.

Skráning fornleifa

Katrín Gunnarsdóttir skráði fornleifar á Hólum vorið 2000.

Skildu eftir svar