Tjörn á Vatnsnesi

 

Mynd Vísir

Kirkjustaður á Vatnsnesi

Tjörn er bær og kirkjustaður á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Meðal presta sem þjónað hafa á Tjörn eru hagyrðingurinn Ögmundur Sívertsen  (1799-1845), náttúruverndarmaðurinn Sigurður Norland (1885-1971) og skoski knattspyrnuþjálfarinn og rithöfundurinn Robert Jack (1913-1990).

Hinsti hvíldarstaður Agnesar og Friðriks

Eftir að höfuð Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar, sem hálshöggvin voru fyrir morðin á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Þrístöpum árið 1830, fundust árið 1934 eftir ábendingu frá miðli í Reykjavík voru jarðneskar leifar þeirra jarðsettar hér að ósk hinna látnu eftir því sem sagt er.

Sjá einnig færsluna Þrístapar.

 

 

 

 

Skildu eftir svar