Háeyri í Vestmannaeyjum

Árni Guðmundsson var kenndur við æskuheimili sitt, Háeyri, Vesturveg 11a.  Nafn Árna er þjóðþekkt sem “Árni úr Eyjum”, en textar hans við þjóðhátíðarlög Oddgeirs Kristjánssonar hafa fyrir löngu greipst inn í Eyja- og þjóðarsálina.  Sá Árni um textagerð allra þjóðhátíðarlaga Oddgeirs á 4. og 5. áratugnum, en af fjölmörgum textum Árna má nefna Ágústnótt frá 1937.

Árni úr Eyjum var fæddur árið 1913, starfaði lengi sem kennari í Eyjum og var virkur í leiklist, íþróttum og stjórnmálalífi eyjaskeggja á fyrri hluta seinustu aldar.  Hann átti við heilsubrest að stríða og lést fyrir aldur fram á Vífilstöðum árið 1961.  Æskuheimili Árna stendur enn við Vesturveg í Vestmannaeyjum og prýðir mjög miðbæ kaupstaðarins.

Smelltu hér til þess að skoða götumynd á Já.is

Skildu eftir svar