Guðrúnarlaug í Sælingsdal

Sælingsdalslaug í Sælingsdal í Dalasýslu var vinsæl baðlaug til forna og er laugin bæði nefnd í Laxdælu og Sturlungu. Þar hittust gjarnan aðalsöguhetjur Laxdælu, þau Kjartan Ólafsson, Bolli Þorleiksson og Guðrún Ósvífursdóttir og hér spáði Gestur spaki fyrir Guðrúnu. Ekki er vitað nákvæmlega hvar hin forna laug var en gerð hefur verið tilraun til að finna hana (Guðmundur Ólafsson, Leitin að týndi lauginni). Vitað er að skriða féll yfir laug á þessu svæði fyrir miðja 19. öld og vera má að það hafi verið hin forna Sælingsdalslaug. Sú laug sem nú er í Sælingsdal og kallast Guðrúnarlaug var hlaðin árið 2009. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús skammt frá lauginni þar sem hafa má fataskipti.

Skildu eftir svar