Litlibær í Vestmannaeyjum

Litlibær við Miðstræti 16 var æskuheimili Ása í Bæ, Ástgeirs Kristins Ólafssonar, söngtexta- og rithöfundar, sem fæddur var í Vestmannaeyjum 27. febrúar 1914 og alltaf kenndur við heimili sitt. Húsið hefur mikið breyst frá upprunalegri mynd. Öll sín manndómsár bjó Ási fyrir utan bæinn með fjölskyldu sinni í húsi, sem nú er horfið, en stóð við suðaustur horn núverandi knattspyrnuvallar við Hástein. Ási þótti fljótt góður hagyrðingur og hnyttinn texta- og vísnasmiður og batt gjarnan saman eftirminnilegar stökur á góðra vina fundum, stundum með eigin lögum. Ási átti sín æskuspor við sjávarsíðuna í Eyjum, var fjörulalli og fiskimaður, en síðar þjóðkunnur fyrir texta sína við þjóðhátíðarlög Oddgeirs Kristjánssonar.  Meðal fjölda texta Ása má benda á Ég veit þú kemur og Heima, sem fjalla á tilfinningaríkan hátt um vináttuna, fegurð og náttúruna á heimaslóð.  Ási sendi einnig frá sér bækur með endurminningum og skáldskap. Í bókinni Skáldað í skörðin fjallaði Ási m.a. um ýmsar minnisstæðar persónur í Eyjum, s.s. Binna í Gröf, fjölskyldu Björns Th Björnssonar, listfræðings, Sigurbjörn Sveinsson, barnabókahöfund og Hjörtþór Hjörtþórsson, Hjörsa.  Ási lést í Reykjavík 1. maí 1985.
Gunnlaugur Ástgeirsson, sonur Ása, varð þekktur sem stýrimaður Framboðsflokksins, O- flokksins, grínframboðs ungs fólks, fyrir Alþingiskosningarnar 1971. Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi alþingiskona og framkvæmdastjóri Jafnréttuisstofu, er dóttir Ása í Bæ og hálfbróðir hans er Kristinn R Ólafsson, útvarpsmaður, skáld og rithöfundur.

Smelltu hér til þess að sjá götumynd af Já.is

Skildu eftir svar