Skriðuklaustur í Fljótsdal

Skriðuklaustur er fornt stórbýli og menningarsetur í Fljótsdal. Á Skriðu, eins og jörðin hét til forna, var stofnað munkaklaustur undir lok 15. aldar og var það síðasta kaþólska klaustrið sem stofnað var á Íslandi. 

Fornleifarannsóknir
Steinunn Kristjánsdóttir

Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stjórnaði fornleifarannsókn á Skriðuklaustri á árunum 2002 til 2011 sem m.a. leiddi í ljós að í klaustrinu var rekin umfangsmikil hjúkrunar- og lækningastarfsemi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru gefnar út í bókinni Sagan af klaustrinu á Skriðu (2012) og var bókin tilnefnd til fjölda verðlauna.

Stórhýsi skáldsins
Gunnar Gunnarsson

Rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson reisti yfir 30 herbergja íbúðarhús að Skriðuklaustri árið 1939 og bjó þar til ársins 1948. Gunnar ánafnaði ríkinu húsið árið 1948 með því skilyrði að húsið yrði notað undir menningarstarfsemi. Loks árið 1997 var sett á fót Stofnun Gunnars Gunnarssonar og er nú rekið menningar- og fræðslusetur í húsinu allt árið um kring. Sjá einnig færsluna Valþjófsstaður um fæðingarstað Gunnars.

Skildu eftir svar