Fiskhellar í Vestmannaeyjum

Þverhnýptur móbergsklettur, sem gnæfir til himins vestur á Heimaey á leið í Herjólfsdal. Fiskhellar eru, eins og nafnið bendir til, hellar eða skorningar inni í berginu, þar sem hraungrýti var staflað upp á syllum og búin til byrgi. Í þessum byrgjum var fiskur geymdur og þurrkaður, en skreið var aðalútflutningsvara eyjaskeggja fyrr á öldum, a.m.k. fram á miðja 18. öld. Er með ólíkindum hve langt var seilst, þegar leitað var hátt upp í björg með fisk svo langt frá sjávarsíðunni, en slútandi bergið veitti skjól fyrir regni og hæðin vernd fyrir flugu. Leifar þessara byrgja má enn sjá uppi í berginu. Í Tyrkjaráninu 1627 flýði fólk upp í fiskbyrgin og tókst sumum að fela sig þar þá 3 sólarhringa, sem ræningjarnir herjuðu á heimamenn.

Smelltu hér til þess að skoða götumynd á Já.is

Skildu eftir svar