Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær er fornt höfuðból, kirkjustaður og byggðasafn í Skagafirði. Meðal þekktra ábúenda í Glaumbæ til forna má nefna Þorfinn Karlsefni landkönnuð og konu hans Guðríði Þorbjarnardóttur, Snorra son þeirra (að líkindum fyrsta hvíta barnið sem fæðist í Ameríku), Hrafn Oddsson hirðstjóra og Þórunni Jónsdóttur, dóttur Jóns Arasonar biskups.

Glaumbær þótti á öldum áður eitt besta brauðið í Skagafirði og þótt víðar væri leitað. Hér sátu prestar eins og fræðimaðurinn Gottskálk Jónsson og hinn göldrótti Grímólfur Illugason. Í kirkjugarðinum er leiði Miklabæjar-Sólveigar en hennar er getið í færslunni um Miklabæ í tengslum við þjóðsöguna um hvarf séra Odds frá Miklabæ. Torfbærinn í Glaumbæ var byggður á tímabilinu 1840-1880 en kirkjan var byggð á árunum 1925-1926.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar