Borg á Mýrum

Borg er kirkjustaður og fornt höfðingasetur á Mýrum skammt frá Borgarnesi. Staðurinn er þekktastur fyrir að vera landnámsjörð Skallagríms Kveld-Úlfssonar og bær Egils (ca. 910-990) sonar hans.

Snorri Sturluson

Hér hóf Snorri Sturluson (1179-1241), sagnaritari og skáld, búskap. Hafði Snorri kvænst Herdísi dóttur Bersa (Bessa) auðga á Borg og þegar hann lést árið 1202 kom goðorð hans í hlut Snorra. Hér bjó Snorri þar til hann flutti í Reyholt árið 1206. Kjartan Ólafsson, ein af þremur aðalpersónum Laxdælu og dóttursonur Egils, var samkvæmt Laxdælu grafinn hér.

Kirkjan

Núverandi kirkja á Borg er frá árinu 1880. Hún hefur þá sérstöðu að snúa í suður-norðurátt sem er þvert á stefnu flestra sveitarkirkna. Altaristöflu kirkjunnar málaði listamaðurinn og fræðimaðurinn W. G. Collingwood en Collingwood  ferðaðist um Ísland sumarið 1897 og teiknaði og málaði hundruði staða um land allt.

Sonatorrek

Skammt frá kirkjunni stendur listaverkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson sem heitir eftir ljóði sem Egill Skallagrímsson kvað til látinna sona sinna.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar