Tagged: Landnáma

Heimaklettur í Vestmannaeyjum

Útsýni til allra átta Hákollar, hæsti hluti Heimakletts, eru 283 m. frá sjávarmáli. Þaðan má sjá í góðu útsýni Heimaey frá norðri til suðurs, prýdda tveimur keilulaga eldfjöllum, úteyjarnar, nærsveitir meginlandsins, fjöll og jökla,...

Handrit

Staðarstaður í Staðarsveit

Staðarstaður er bær og prestssetur í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Staðarstaður þótti löngum eitt besta prestakall landsins og hér bjuggu til forna og fram á okkar tíma landsþekktir einstaklingar, bæði lærðir og leiknir. Á 12. öld...

Eiðið í Vestmannaeyjum

Ingólfur og þrælarnir Eiðið, er sandrif, sem tengir Heimaklett og norðurklettana við undirlendi Heimaeyjar. Samkvæmt Landnámu kom Ingólfur Arnarson að þrælum Hjörleifs Hróðmarssonar, fóstbróður síns, á Eiðinu eftir að þeir höfðu vegið Hjörleif og menn hans...

Möðruvellir í Eyjafirði

Möðruvellir eru fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Eyjafirði. Staðurinn kemur við sögu í nokkrum  Íslendingasögum enda sátu hér höfðingjar eins og Guðmundur ríki Eyjólfsson og bróðir hans Einar Þveræingur, sem er hvað þekktastur fyrir að...

Grenjaðarstaður í Suður-Þingeyjarsýslu

Grenjaðarstaður er fornt höfuðból og kirkjustaður í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt Landnámu var staðurinn landnámsjörð Grenjaðar Hrappssonar. Grenjaðarstaður var talið eitt af bestu brauðum landins og hér sátu löngum höfðingjar og merkir prestar. Hér...

Geirmundarstaðir á Skarðsströnd

Geirmundarstaðir eru bær á Skarðsströnd í Dalasýslu sem kenndur er við landnámsmanninn Geirmund heljarskinn, eins ættgöfugasta landnámsmanns Íslands. Konungssonur nemur land í Dölum Geirmundur var sonur Hjörs Hörðakonungs og kvæntur Herríði Gautsdóttur Gautrekssonar. Hámundur, tvíburabróðir...

Hrafnseyri við Arnarfjörð

Hrafnseyri er jörð og kirkjustaður við norðanverðan Arnarfjörð á Vestfjörðum. Í Landnámu segir að Án Rauðfeldur og Grelöð kona hans hafi byggt sér bú í Arnarfirði þar sem þá hét Eyri. Síðar fékk staðurinn nafnið...

Auðarnaust í Hvammsfirði

Tóft af nausti 10-15 metra austan við ármynni Hvammsár sem talin er vera frá tímum landnámskonunnar Auðar Djúpúðgu.

Kambsnes í Dölum

Nes sunnan Búðardals sem höfundar Landnámu og Laxdælu segja að hafi fengið nafn sitt af því að landnámskonan Auður djúpúðga tapaði þar kambi sínum. Laxdæla segir að Auður hafi búið þar fyrst eftir komuna til Íslands....

Staðarfell á Fellsströnd

Staðarfell er bær og kirkjustaður á Fellsströnd í Dalasýslu. Hér fæddist Þórður Gilsson, faðir Hvamm-Sturlu. Meðal þekktra ábúenda á Staðarfelli til forna má nefna Þorvald Ósvífursson, fyrsta eiginmann Hallgerðar Langbrókar. Fyrsta ljósmæðraprófið 1768 Hér tók Rannveig...

Staðarhóll í Saurbæ

Staðarhóll er fornt höfuðból, kirkjustaður og eyðibýli í Saurbæ í Dalasýslu sem fyrir kristni hét Hóll. Samkvæmt Landnámu byggði Víga-Sturla fyrstur manna bæ á Staðarhóli en meðal þekktra ábúenda á Staðarhóli til forna voru Þorgils...

Eiríksstaðir í Haukadal

Eiríksstaðir í Haukadal eru fornar rústir í landi Stóra-Vatnshorns. Það er trú manna að rústirnar séu hinn forni bær Eiríks rauða sem fjallað er um í Landnámu og Eiríks sögu rauða. Samkvæmt þeim sögum bjuggu...

Dagverðarnes í Dölum

Dagverðarnes er nes í Dalasýslu sem dregur nafn sitt af því að Auður djúpúðga er sögð hafa snætt þar dögurð er hún fór þarna um í leit að öndvegissúlum sínum.

Stóra-Vatnshorn í Haukadal

Stóra-Vatnshorn er bær og forn kirkjustaður í Haukadal í Dalasýslu. Stóra-Vatnshorns er getið í Landnámu, Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Eitt af merkari handritum Íslendingasagna, Vatnshyrna, er kennd við Stóra-Vatnshorn. Vatnshyrna eyðilagðist í brunanum...

Erpsstaðir í Miðdölum

  Landnámsjörð Erpsstaðir eru bær í Miðdölum í Dalasýslu. Erpsstaðir voru landnámsjörð Erps Meldúnssonar sem átti að foreldrum skoskan jarl og írska konungsdóttur. Í Sturlubók eru afkomendur Erps nefndir Erplingar. Fornleifar Lengi var forn...

Hveravellir á Kili

Hveravellir eru hverasvæði á Kili, „ein hin einkennilegasta og furðulegasta listasmíð náttúrunnar, sem á Íslandi finnst“ segir í Ferðabók Eggerts og Bjarna, með hverum eins og Öskurhólshver, Fagrahver, Bláhver, Grænahver og Eyvindarhver. Í Vatnsdæla sögu og...

Sauðafell í Miðdölum

Sauðafell er sögufrægur bær í Miðdölum í Dalasýslu sem stendur undir samnefndu felli. Meðal þekktra ábúenda á Sauðafelli á landnáms- og söguöld má nefna Erp Meldúnsson, leysinga Auðar Djúpúðgu, Þórólf Raunef, Mána, son Snorra goða,...