Tagged: Skáld

Þingholtsstræti 14

Þetta hús byggði Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skáld, náttúru- og norrænufræðingur árið 1881, þá kennari við Lærða skólann. Húsið teiknaði og reisti Helgi Helgason trésmiður og tónskáld, verðandi nágranni Benedikts í Þingholtsstrætinu.  Benedikt og eiginkona hans,...

Bergstaðastræti 12 (Brenna)

Úr torfbæ í steinbæ Á árunum 1880 til 1905 voru byggð allmörg steinhús og steinbæir í Reykjavík með tækni sem íslenskir steinsmiðir lærðu af byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg og Alþingishússins. Sérstaða steinbæjanna lá í því...

Hraun í Vestmannaeyjum

Gúmbjörgunarbáturinn Kjartan Ólafsson útgerðarmaður, bjó í Hrauni við Landagötu 4 um miðjan 20. áratuginn en húsið hvarf undir hraun í Heimaeyjargosinu 1973. Stóð það örskammt frá hraunjaðrinum austast við enda Vestmannabrautar, þegar horft er...

Laugavegur 11

Húsið sem stendur á lóð nr. 11 við Laugaveg var byggt árið 1920 af Sturlubræðrum, þeim Friðriki og Sturlu Jónssyni. Frá byrjun hefur húsið verið notað undir verslanir og veitingahús. Af fyrirtækjum sem hér hafa...

Hraun í Öxnadal

Hraun er bær í Öxnadal þar sem þjóðskáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson fæddist þann 16. nóvember 1807. Megnið af sinni starfsævi bjó Jónas í Kaupmannahöfn en hann lést af völdum fótbrots aðeins 37 ára gamall. Athafnamaðurinn Sigurjón...

Miklibær í Skagafirði

Miklibær er sögufrægur bær og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði. Bærinn kemur við sögu í aðdraganda og eftirmála Örlygsstaðabardaga og þar lét Kolbeinn ungi vega Kálf Guttormsson og son hans Guttorm fyrir það eitt...

Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn er hús efst í Mosfellsdal, byggt 1945. Húsið byggði rithöfundurinn og Nóbelsskáldið Halldór Laxness (1902-1998) og kona hans Auður Sveinsdóttir (1918-2012), skammt frá æskuheimili Halldórs. Húsið var bæði heimili og vinnustaður skáldsins (1955).  Safn Íslenska...

Fagriskógur á Galmaströnd

Fagriskógur er bær á Galmaströnd í Eyjafirði þar sem eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar, Davíð Stefánsson (1895-1964), fæddist. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út haustið 1919 en á þeim tíma leigði Davíð herbergi...

Kirkjubæir í Vestmannaeyjum

Kirkjustaður Kirkjubæir voru þyrping bæja austur á Heimaey. Frá fornu fari var eyjunni skipt upp í 48 jarðir og fylgdi hverri jörð jarðnæði á Heimaey og ákveðinn nýtingarréttur í úteyjum, s.s. grasbeit, fuglaveiðar og...

Arnarholt í Vestmannaeyjum

Athafnamaður og skáld Arnarholt við Vestmannabraut 24 var heimili og vinnustaður Sigurðar Sigurðssonar, sem kenndur var síðan við húsið, en stórar viðbyggingar setja svip sinn á það í dag. Sigurður var fæddur í Kaupmannahöfn 15. september...

Gjábakki í Vestmannaeyjum

Gjábakki við Bakkastíg í Vestmannaeyjum var fæðingarstaður Páls Jónssonar, skálda, en hann fæddist í Vestmannaeyjum 9. júlí 1779. Gjábakkabæir voru eða urðu a.m.k. 3, en á mynd má sjá Eystri Gjábakka á 20. öldinni...

Hof í Vestmannaeyjum

Hof, við Landagötu 25 í Vestmannaeyjum, var heimili Magnúsar Stefánssonar (Arnar Arnarsonar) skálds á 2. áratug seinustu aldar. Magnús var fæddur 12. desember 1884 í Norður Múlasýslu og stundaði nám, sjómennsku og kaupavinnu í sýslunni fram...

Hvítidalur

„Erla, góða, Erla, ég á að vagga þér.“ Hvítidalur er bær í Saurbæ í Dalabyggð sem ljóðskáldið Stefán Sigurðsson (1887-1933) kenndi sig við. Stefán var einn af fastagestunum í Unuhúsi og átti stóran þátt...

Ljárskógar í Laxárdal

Ljárskógar eru bær í Laxárdal í Dalasýslu sem nefndur er bæði í Grettissögu og Laxdælu. Hingað leitaði útlaginn Grettir Ásmundarson oft til frænda síns Þorsteins Kuggasonar og í eitt skiptið dvaldi hann hér vetrarlangt. Listamenn frá...

Kvennabrekka í Dölum

Kvennabrekka er bær og kirkjustaður í Miðdölum í Dalasýslu sem getið er um í Sturlungu. Hér fæddist Árni Magnússon (1663-1730) handritasafnari en hann ólst upp í Hvammi í Hvammssveit hjá móðurforeldrum sínum. Árið 2017...

Vatnsendi í Vesturhópi

Vatnsendi er bær í Vesturhópi í Húnaþingi sem skáldkonan Rósa Guðmundsdóttir  (1795-1855) var kennd við en hún var fædd að Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. Í gömlum gögnum er hún stundum nefnd Natans-Rósa vegna sambands hennar við...

Mikligarður í Saurbæ

Steinn Steinarr  Aðalsteinn Kristmundsson (1908-1958), betur þekktur sem Steinn Steinarr, ólst upp í Miklagarði í Saurbæ í Dalasýslu frá 2ja ára aldri. Hann fæddist að Laugalandi í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu þann 13. október 1908 en sökum...

Bær í Miðdölum

Bær er jörð í Miðdölum í Dalasýslu sem nefnd er í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar í tengslum við dráp Sturlu Sighvatssonar á sonum Þorvaldar Vatnsfirðings árið 1232. Jón Dalaskáld Í Bæ bjó Jón Sigurðsson (1685-1720), lögsagnaritari...

Garðastæti 15 (Unuhús)

Unuhús er tvílyft timburhús í Garðastræti 15 í Grjótaþorpi, byggt af Guðmundi Jónssyni apótekara og Unu Gísladóttur konu hans árið 1896. Húsið var mikil menningarmiðstöð á fyrri hluta síðustu aldar og fjölsótt af rithöfundum, skáldum...