Category: Atvinnusaga

Ystiklettur í Vestmannaeyjum

48 bújarðir Ystiklettur blasir við, þegar siglt er inn hafnarmynnið á Heimaey. Gegnt honum, af landi, er útsýnispallur á nýja hrauninu úr Heimaeyjargosinu 1973. Þaðan má virða fyrir sér klettinn, náttúru hans og sögu....

Garðurinn og Godthaab í Vestmannaeyjum

Umbylting manna og náttúru Þegar staðið er fyrir ofan Bæjarbryggjuna og horft í suður og austur að hraunjaðrinum úr Heimaeyjargosinu 1973, er lítið að sjá annað en malbik, steinsteyptar nýbyggingar og hraungrýti. Öll söguleg...

Básaskersbryggja í Vestmannaeyjum

Við komu til Eyja stíga flestir fyrst niður fæti á Básaskersbryggju, þar sem farþegaskipið Herjólfur leggst að, mörgum sinnum á dag eftir að höfn var gerð í Landeyjum.  Í marga áratugi hefur þessi bryggja...

Kastalinn í Vestmannaeyjum

Varnarvirki og verslunarstaður Kastalinn var varnarvirki enskra kaupanna á 15. og 16 öld og náði utan um allstórt svæði, sunnan við Brattann svokallaða, austan í Tangahæðinni. Nafnið er dregið af enska heitinu Castle, enda...

Faxastígur 2a í Vestmannaeyjum

Þórður Stefánsson (1924-2007) byggði Faxastíg 2a og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni.  Faxastígur var fjölfarin gata í Vestmannaeyjum enda stóð kirkja hvítasunnumanna, Betel, við hana og dró til sín á samkomur safnaðarfólk og börn...

Hvíld í Vestmannaeyjum

Varða sem vegvísir og hvíldarstaður Á horni Illugagötu og Höfðavegar, nokkrum metrum frá Illugaskipi og Illugahelli, er varða sem hlaðin var 1948 af Magnúsi Jónssyni.  Varðan er í jaðri lóðar hússins Saltabergs, sem Hlöðver...

Vestmannabraut 76 í Vestmannaeyjum

Síðasta sjókonan Katrín Unadóttir byggði húsið Vestmannabraut 76 í félagi með hjónunum Magnúsi K Magnússyni síðar netagerðarmeistara og konu hans Þuríði Guðjónsdóttur, og flutti inn með þeirri fjölskyldu ásamt dóttur sinni árið 1927.  Katrín...

Turninn í Vestmannaeyjum

Söluturninn, sjoppan við sjávarsíðuna Þorlákur Sverrisson hóf rekstur Söluturnsins við Strandveg árið 1927. Keypti Þorlákur kró nálægt mjölgeymsluhúsi því, sem nú stendur við horn Strandvegar og Kirkjuvegar, og byggði ofan á hana. Hugmynd hans...

Stakkagerðiskróin í Vestmannaeyjum

Á vertið í Eyjum Stakkagerðiskróin stóð beint suður upp frá Bæjarbryggjunni á horni Strandvegar og Formannasunds.  Króin var í eigu Gísla Lárussonar í Stakkagerði og ein fjölmargra sem stóðu í grennd við aðalatvinnusvæði eyjaskeggja...

Edinborgarbryggja í Vestmannaeyjum

Lækurinn með hrófin var aðalathafnasvæði sjávarútvegs á Heimaey í aldir. Á árabátaöld, þegar sjómenn leituðu lands, tókust þeir á við klappir og kletta sem teygðu sig í sjó fram með sandrifjum inn á milli....

Hlemmur (Hlemmtorg)

Rauðarárstígur í Reykjavík er kenndur við Rauðará eða Rauðarárlæk (upphaflega Reyðará sbr. silungur) sem rann úr Norðurmýrinni til sjávar rétt norðan við þar sem nú heitir Hlemmtorg eða Hlemmur. Þótt aðalleiðin í austur frá...

Heimaklettur í Vestmannaeyjum

Útsýni til allra átta Hákollar, hæsti hluti Heimakletts, eru 283 m. frá sjávarmáli. Þaðan má sjá í góðu útsýni Heimaey frá norðri til suðurs, prýdda tveimur keilulaga eldfjöllum, úteyjarnar, nærsveitir meginlandsins, fjöll og jökla,...

Dynjandi í Arnarfirði

Dynjandi er um 100 metra hár foss í ánni Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum. Er fossinn efsti fossinn í ánni. Helsta einkenni fossins er lag hans, hversu mikið hann breikkar þegar neðar dregur. Við...

Austurstræti 22 í Reykjavík

Í Austurstræti 22 stendur endurgerð af húsi sem brann í stórbruna í apríl 2007. Húsið sem stóð hér áður var byggt árið 1801 af Ísleifi Einarssyni yfirdómara í nýstofnuðum Landsyfirrétti. Hús Ísleifs, sem var...

Vesturgata 6 Hafnarfirði

Á lóð nr. 6 við Vesturgötu í Hafnarfirði stendur timburhús sem byggt var á árunum 1803-1805 og telst vera elsta hús Hafnarfjarðar. Faðir Hafnarfjarðar Húsið, sem gengur undir nafninu Sívertsens-húsið, byggði athafnamaðurinn Bjarni Sívertsen...

Kirkjutorg 6 í Reykjavík

Á lóð númer 6 við Kirkjutorg byggði Árni Nikulásson rakari þrílyft hús árið 1903. Húsið var viðbygging við tvílyft timburhús sem byggt hafði verið 1860 og gekk undir nafninu Strýtan vegna þess hve hátt...

Strandvegur í Vestmannaeyjum

Strandvegur er elsta gatan á Heimaey og eflaust sú fjölfarnasta fyrr og síðar. Vegurinn varð til við helsta athafnasvæðið um aldir, meðfram sjónum alla leið frá Skansinum við innsiglinguna og vestur inn í Botn....

Lifrarsamlagið í Vestmannaeyjum

Lifur Árið 1924 var ár mikilla framkvæmda í Eyjum, þar sem stór hús risu, sem tengdust útgerð og fiskvinnslu. „Eilífð“ Gísla J. Johnsen var fullbúin þetta ár sem og þríhýsi Gunnars Ólafssonar & Co...

Skólabrú 2 í Reykjavík

Húsið er eitt af fyrstu steinsteyptu íbúðarhúsunum í Reykjavík, byggt árið 1912. Húsið er einnig eitt af fyrstu húsunum með sveigðum gaflbrúnum í anda danskra nýbarokkhúsa. Húsið reisti Ólafur Þorsteinsson (1881-1972) háls-, nef- og...

Aðalstræti 7 í Reykjavík

„Á þessari lóð stóð áður fjós Innréttinganna en það var reist árið 1759. Árið 1847 var lóðin seld stiftprentsmiðjunni og lét hún reisa geymsluhús á lóðinni. Núverandi hús var byggt árið 1881 af Jóni...

Engey á Kollafirði

Engey er um 40 hektara eyja á Kollafirði, þriðja stærsta eyjan í Faxaflóa. Talið er að eyjan hafi verið í byggð eða nýtt frá upphafi byggðar á Íslandi og vitað er að fyrsta kirkjan...

Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum

Upphaf vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum í byrjun 20. aldarinnar varð til þess að fiskafli, sem á land barst, stórjókst. Hlóðust því upp miklar hrúgur af úrgangi við krærnar, þar sem gert var að fiskinum. Var...

Þingholtsstræti 17

Heimili Þorsteins Gíslasonar ritstjóra Á þessari lóð stendur timburhús sem byggt var árið 1882. Árið 1905 fluttu hjónin Þorsteinn Gíslason (1867-1938) ritstjóri og skáld og eiginkona hans Þórunn Pálsdóttir (1877-1966) í húsið. Segja má að...

Dráttarbrautir fyrir báta í Vestmannaeyjum

Með auknum útvegi í kjölfar þeirra byltingar, sem varð í Eyjum með tilkomu vélbátanna á fyrstu áratugum 20. aldarinnar, varð veruleg vöntun á aðstöðu til þess að koma bátum á land til viðhalds og...

Ingólfsstræti 21 í Reykjavík

Við Ingólfsstræti 21 stendur fyrsta steinsteypta íbúarhúsið í Reykjavík, byggt árið 1903 af dönskum iðnaðarmönnum. Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík var hins vegar fjós barónsins á Hvítárvöllum við Barónsstígsem sem steypt var árið 1899...

Eilífðin í Vestmannaeyjum

Árið 1907 fékk Gísli J. Johnsen umráð yfir hinu forna uppsátri, Fúlu, og öllum Nausthamrinum austan Læksins. Hófst hann þegar handa við að fylla þarna upp og undirbúa svæðið fyrir fiskvinnsluhús. Var húsið fullgert...

Fiskikrærnar í Vestmannaeyjum

Aðaluppsátur árabátanna í Eyjum voru Hrófin upp af Læknum, en önnur minni voru bæði að austan og vestan við hann. Snemma hafa orðið til lítil hús, krær, sunnan og ofan við Strandveg, þar sem...

Laufholt í Vestmannaeyjum

Í Laufholti, Hásteinsvegi 18, bjó Páll Sigurðsson, fyrsti atvinnuökuþórinn í Eyjum. Í kjölfar vélbátaútgerðar á fyrsta áratug 20. aldarinnar stórjukust aflabrögð í Vestmannaeyjum og fiskúrgangur á vertíðum hlóðst upp við aðgerðarhúsin, hausar og beinhryggir. Þessi...

Ísfélagið í Vestmannaeyjum

Ísfélagið er fyrsta vélknúna frystihús á landinu, en það tók til starfa um áramótin 1908-1909. Beituskortur hafði um árabil háð útgerð í Eyjum, en erfitt reyndist að geyma beituna og forða frá skemmdum. Eyjamenn...

Oddsstaðir eystri í Vestmannaeyjum

Hér bjó Eyþór Þórarinsson (1889-1968), kaupmaður, sem fyrstur flutti inn bíl til Vestmannaeyja árið 1918. Vakti þetta frumkvæði Eyþórs að vonum mikla athygli hjá eyjaskeggjum, sem flykktust niður á Bæjarbryggju, þegar bíllinn kom til Eyja....

Laufás í Vestmannaeyjum

Sjómaðurinn Þorsteinn Jónsson (1880-1965) keypti Laufás, Austurvegi 5, árið 1905, en lét rífa það árið 1912 og byggði stórt og reisulegt hús á lóðinni. Þorsteinn var fæddur 14. október árið 1880 og hóf að stunda...

Litla- Grund í Vestmannaeyjum

Á Litlu- Grund bjó Guðmundur Jesson Thomsen verkamaður. Guðmundur var fæddur í Nýborg við Njarðarstíg 13. nóvember 1867 og lést 19. apríl 1937. Hann varð kunnur maður í Eyjum fyrir mikið burðarþrek á seinustu...

Valhöll í Vestmannaeyjum

Eldeyjarkappi Ágúst Gíslason byggði Valhöll árið 1913, við hlið Landlystar, fyrsta fæðingarheimilisins á Íslandi, og var húsið eitt fyrsta steinsteypta húsið í Eyjum. Ágúst var þá þekktur í sinni heimabyggð fyrir að hafa klifið...

Vesturhús í Vestmannaeyjum

Vesturhús Vesturhús stóðu í austurhluta Heimaeyjar, þar sem land fór hækkandi í hlíðum Helgafells og skiptust í tvær bújarðir, a.m.k. samkvæmt elstu heimildum um jarðaskipti í Vestmannaeyjum. Fjöldi íbúa hefur alið manninn í Vesturhúsum...

Klaufin í Vestmannaeyjum

„Það eru ekki allt selir, sem sýnast.“ Klaufin er grýtt sandfjara norðan Höfðavíkur. Þar var fyrrum útræði bænda suður á Heimaey, svokallaðra Ofanbyggja. Bændur gengu jafnan á reka á þessum slóðum og svo var um...

Bræðsluskúrarnir í Vestmannaeyjum

Fyrir aldamótin 1900 voru bræðslu- og lýsishús við verslanirnar í Eyjum, Godthaabsverslunina, Garðsverslunina og Júlíushaab eða Tangann. Var grútur bræddur í bræðslupottum og lýsið geymt og látið setjast til í lifrarkörum áður en það...

Ás í Vestmannaeyjum

Eldeyjar-Stefán Í Ási við Kirkjuveg 49 bjó Stefán Gíslason, en húsið byggði hann rétt eftir aldamótin 1900, og var hann kenndur við það. Stefán fæddist í Jónshúsi 6. ágúst 1876, en það hús stóð...

Fríkirkjuvegur 11

Ættaróðal Thorsaranna Við Fríkirkjuveg 11 stendur friðað hús sem athafnamaðurinn Thor Jensen byggði á árunum 1907 og 1908. Arkitekt hússins var Erlendur Einarsson og yfirsmiður þess var Steingrímur Guðmundsson. Húsið var eitt af fyrstu...

Leiðin

Leiðin í Vestmannaeyjum

Leiðin var seinasti spottinn á siglingunni inn í Vestmannaeyjahöfn og blasir við, þegar gengið er eftir eystri hafnargarðinum, Hringskersgarðinum. Frá öndverðu var höfnin í Eyjum opin á eina vegu fyrir úthafsöldu Atlantshafsins og ríkjandi...

Bæjarbryggjan í Vestmannaeyjum

Bæjarbryggjan er eitt elsta hafnarmannvirkið í Eyjum, sem uppistandandi er, enbryggjan var byggð á því svæði, þar sem sjósókn árabátaútgerðar hafði staðið yfir um aldir, við svokallaðan Læk og Hrófin. Fyrsti hluti bryggjunnar er...

Sagnheimar í Vestmannaeyjum

Sagnheimar eru byggðarsafn Vestmannaeyinga. Í safninu má finna alls kyns muni, sem varðveita sögu eyjaskeggja og eru til vitnis um horfna atvinnu- og þjóðhætti, menningu og samfélagið í Vestmannaeyjum um aldir. Þorsteinn Þ. Víglundsson,...

Stórhöfði í Vestmannaeyjum

Stórhöfði er 122 m á hæð og syðsti hluti Heimaeyjar. Á höfðanum er veðurstöð og viti, sem reistur var 1906 og var hann fyrsta steinsteypta húsið í Eyjum. Veðurstöðin á Stórhöfða er talin sú...

Betania í Vestmannaeyjum

Betania, kirkja aðventista, stendur við Brekastíg 17. Kirkjan var byggð árið 1925, en þá hafði söfnuður aðventista verið formlega stofnaður ári áður. Norskur trúboði, O.J.Olsen, hafði komið til Eyja 1922 og boðskapur hans náð...

Laufásvegur 70 í Reykjavík

Þetta hús keypti Kjartan Thors (1890-1971) og eignkona hans Ágústa Börnsdóttir Thors (1894-1977) af Gunnlaugi Claessen lækni sem byggði húsið árið 1927. Húsið teiknaði Sigurðar Guðmundssonar arkitekt í fúnkisstíl með valmaþaki en segja má að Sigurður...

Grundarstígur 24

Athafnamaðurinn Thor Jensen (1863-1947) lét byggja þetta hús á Grundarstíg 24 árið 1918 fyrir þrjá syni sína og fjölskyldur þeirra. Fram til ársins 1930 bjuggu bræðurnir Kjartan, Ólafur og Haukur ásamt fjölskyldum og vinnufólki...

Maríuhöfn í Hvalfirði

Maríuhöfn er örnefni á Búðasandi á Hálsnesi í Hvalfirði. Hér er talið að fyrsta höfn landsins hafi verið og jafnframt eitt mesta þéttbýli Íslands fram á 15. öld. Þá er talið að Maríuhöfn hafi...

Laugarnes í Reykjavík

Laugarnes er heiti á nesi norður af Laugardalnum í Reykjavík sem fyrst er getið í Njáls sögu. Um tíma var hér biskupssetur og holdsveikraspítali. Í dag (2018) er hér listasafn Sigurjóns Ólafssonar og heimili...

Búðardalur á Skarðsströnd

Búðardalur er bær og fyrrum kirkjustaður á Skarðsströnd í Dalasýslu sem oft er getið í Sturlungu. Samkvæmt Landnámu bjó hinn konungborni landnámsmaður Geirmundur heljarskinn hér fyrsta vetur sinn á Íslandi. Kirkjan í Búðardal var...

Ingólfsbrunnur

Ingólfsbrunnur, milli húsanna Aðalstrætis 7 og 9, var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur um langt skeið en þangað sóttu Víkurbæirnir og aðrir nálægir bæir vatn sitt. Brunnurinn hefur gengið undir ýmsum nöfnum eins og víkurpóstur, vatnspóstur...

Þingholtsstræti 25 (Farsótt)

Á lóð nr. 25 við Þingholtsstræti, á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs, stendur tvílyft timburhús með risi og hlöðnum kjallara, byggt árið 1884 á lóð Jóns Árnasonar bókavarðar og þjóðsagnasafnara. Fyrsta sérbyggða sjúkrahúsið Sjúkrahúsfélag Reykjavíkur...

Suðurgata 2 (Dillonshús)

Dillonshús er heiti á húsi sem stóð á horni Túngötu og Suðurgötu á svokölluðu Ullarstofutúni sem kennt var við eitt af húsum Innréttinganna. Húsið reisti írsk-enski lávarðurinn Arthur Edmund Dillon-Lee (1812-1892) árið 1835 fyrir sig og ástkonu...

Laugavegur 1 í Reykjavík

Friðað timburhús neðst á Laugavegi, byggt árið 1848. Upphaflega stóð húsið út í götuna en árið 1916 var það flutt á núverandi stað. Assessorshúsið Árið 1849 keypti Jón Pétursson (1812-1896) sýslumaður, alþingismaður og háyfirdómari frá Víðivöllum...

Ljósmynd frá 1890

Bankastræti 10

Hér reisti P. C. Knudtzon kornmyllu árið 1864 sem gekk undir nafninu Hollenska myllan en áður hafði hann reist myllu þar sem nú er Suðurgata 20. Rekstur myllunnar gekk ekki sem skyldi og var...

Rif á Snæfellsnesi

Rif er þorp á vestanverðu Snæfellsnesi milli Hellissands og Ólafsvíkur. Rif er forn verslunarstaður og veiðistöð og var um tveggja alda skeið stærsta sjávarþorp á Íslandi. Þéttbýlisstaður á 15. öld Á 15. öld varð...

Þverá í Laxárdal

Þverá er bær og kirkjustaður í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, annexía frá Grenjaðarstað. Hér stendur torfbær að norðlenskri gerð en í þeirri gerð torfhúsa snúa bakhúsin þvert á framhúsin. Á Þverá hafa einnig varðveist gömul...

Dritvík á Snæfellsnesi

Dritvík er vík á suðvestanverðu Snæfellsnesi vestan við Djúpalónssand. Í um þrjár aldir var hér ein stærsta verstöð landsins en á 19. öld fór mjög að draga úr sjósókn úr víkinni. Þegar mest var...

Sandgerði í Vestmannaeyjum

Sandgerði, Vesturvegur 9b í Vestmannaeyjum, var heimili Árna Valdasonar. Árni fæddist undir Eyjafjöllum 17. september 1905, en hann flutti ungur til Eyja með foreldrum sínum. Árni varð síðar áberandi í bæjarlífinu fyrir drykkjuskap, sem...

Gröf í Vestmannaeyjum

Gröf, við Urðarveg 7 í Vestmannaeyjum, var bernskuheimili Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf, sem fæddur var í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Húsið var brennt til þess að hindra útbreiðslu á taugaveiki, en gatan hvarf...

Heiði í Vestmannaeyjum

Frumherji í vélbátaútgerð Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, bátsformaður og fl., átti heima í Litlu-Heiði, en hann var einn af fyrstu sjósóknurum í Eyjum sem eignaðist vélbát til fiskveiða.  Reyndar var sá bátur annar í röð...

Laufásvegur 53/55

Hér byggðu bræður Laufásborg er heiti á tveimur sambyggðum húsum við Laufásveg 53 og 55 en upphaflega voru húsin skráð við Bergstaðastræti 58. Húsin byggðu bræðurnir og athafnamennirnir Friðrik og Sturla Jónssynir, betur þekktir...

Helguvík á Reykjanesi

Helguvík er vík á Reykjanesskaga, skammt fyrir norðan Keflavík. Sagan segir að þar hafi búið kona er Helga hét með tveimur sonum sínum. Eitt sinn hafi synirnir lent í sjávarháska og var tvísýnt að þeir...

Botninn í Vestmannaeyjum

Botninn var innsti og vestasti hluti hafnarinnar í Vestmannaeyjum, sandfjörur og sandflatir, sem nú eru horfnar fyrir bryggjum og athafnasvæðum Friðarhafnar. Skrúfan Innst í Botninum, skammt norðan Skiphella blasir við há varða steypt undir...

Bankastræti 3

Við Bankastræti 3 stendur fyrsta íbúðarhúsið í Reykjavík sem byggt var úr tilhöggnu íslensku grágrýti. Húsið var byggt árið 1881 fyrir Sigmund Guðmundsson prentara sem rak prentsmiðu sína í húsinu. Talið er að sömu...

Dalir í Vestmannaeyjum

Una skáldkona Una Jónsdóttir, skáldkona, var fædd í Dölum í Vestmannaeyjum 31. janúar 1878, en bjó lengstum á Sólbrekku, Faxastíg 21. Una var alþýðukona, lausaleiksbarn ekkju, sem flutt var nauðug með dætur sínar úr...

Lækurinn og Hrófin í Vestmannaeyjum

Lækurinn var helsta uppsátur áraskipa og mesta athafnasvæði Eyjamanna við sjávarsíðuna í 1000 ár. Nafnið var dregið af lækjum sem runnu í sjó fram undan klöppum við Strandveg. Ofar voru Hrófin, þar sem skipin...

Hofsós á Höfðaströnd

Hofsós er lítið þorp á Höfðaströnd við Skagafjörð við samnefndan ós. Skipalægi er ágætt við Hofsós og er talið að Hofsós hafi tekið við af Kolkuós sem aðalverslunarstaður Skagfirðinga um 1600. Pakkhúsið og Vesturfararsafn Á...

Hrísey

Hrísey á Eyjafirði

Hrísey er eyja í utanverðum Eyjafirði á móts við Dalvík. Eyjan er um 8 km2 að stærð og er því næst stærsta eyja Íslands. Byggðin í Hrísey heyrir undir Akureyrarkaupstað og þann 1. janúar 2014...

Stíghús í Vestmannaeyjum

Sjómennska og verkalýðsbarátta Stíghús, Njarðarstígur 5, var heimili Inga R. Jóhannssonar, skákmanns, sem fæddist í Vestmannaeyjum 5. desember 1936. Ingi ólst upp í Eyjum en faðir hans var Jóhann Pálmason , Jói í Stíghúsi,...

Breiðablik í Vestamannaeyjum

Einstök smíð Gísli J. Johnsen (1881-1965) athafnamaður í Eyjum lét byggja Breiðablik árið 1908, og var smíðin einstök á margan hátt. Allur viður í þaki var t.a.m. geirnegldur, og þá eru svalir á húsinu, þar...

Jaðar í Vestmannaeyjum

Húsið Jaðar, Vestmannabraut 6, stendur við jaðar hraunsins úr Heimaeyjargosinu 1973 og ber því nafn með réttu, þótt sá, sem fyrstur bjó þar, Matthías Finnbogason, hafi nú ekki séð þá tengingu fyrir, þegar hann...

Pallarnir í Vestmannaeyjum

Pallarnir voru fiskvinnsluhús, sem stóðu norðan við núverandi Strandveg, þar sem Fiskiðjan var,  Ísfélag Vestmannaeyja og Miðstöðin sf. eru í dag. Húsin, sem jafnan voru kölluð krær í Eyjum, voru byggð á staurum þannig...

Skiphellar í Vestmannaeyjum

Skiphellar voru, eins og nafnið gefur til kynna, hellar fyrir skip, þar sem bátar Eyjamanna voru geymdir og lagfærðir a.m.k. á 19. öld og fram á þá 20. Undir Skiphellum voru þessir skútar kallaðir,...

Vesturgata 2 í Reykjavík

Bryggjuhús er nafn á húsi við norðurenda Aðalstrætis sem fékk götuheitið Vesturgata 2 árið 1888. Húsið var byggt árið 1863 af C.P.A Koch en hann var einn af eigendum Sameinaða gufuskipafélagsins. Nafnið Bryggjuhús kemur...

Eiðið í Vestmannaeyjum

Ingólfur og þrælarnir Eiðið, er sandrif, sem tengir Heimaklett og norðurklettana við undirlendi Heimaeyjar. Samkvæmt Landnámu kom Ingólfur Arnarson að þrælum Hjörleifs Hróðmarssonar, fóstbróður síns, á Eiðinu eftir að þeir höfðu vegið Hjörleif og menn hans...

Aðalstræti 2

  Þegar konungsverslunin í Örfirisey var flutt til Reykjavíkur í kringum 1780 voru mörg húsanna endurbyggð við norðurenda Aðalstrætis, einkum á lóðum Aðalstrætis 2, Vesturgötu 2 og Hafnarstrætis 1-3. Fyrsta húsið í þessari þyrpingu byggði...

Olnbogi í Vestmannaeyjum

Á leið suður Höfðaveg eða Ofanleitisveg, rétt ofan núverandi byggðar er Olnbogi. Þar má sjá stakkstæði, sem var löngu horfið í grassvörðinn, en grafið upp fyrir fáum árum. Stakkstæðið er í minna lagi, en...

Klöpp (Skuggi II)

  Tómthúsbýli austan læks Á Skúlagötunni við enda Klapparstígs stóð kotið Klöpp sem Eyjólfur Þorkelsson reisti árið 1838, einnig kallað Skuggi II. Bærinn stóð á klöpp við tanga rétt austan við Arnarhólsjörðina en austan megin við...

Mjóstræti 3

Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ Á lóð Mjóstrætis 3 í Grjótaþorpi stendur stórt timburhús sem Sigríður Einarsdóttir, kona Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge, lét reisa árið 1885 fyrir söfnunarfé erlendis frá og kallaði Vinaminni. ...

Ólafsdalur í Gilsfirði

Ólafsdalur er eyðibýli í samnefndum dal inn af Gilsfirði í Dalasýslu. Staðurinn er einkum þekktur fyrir að hér stofnaði Torfi Bjarnason  (1838-1915) fyrsta bændaskólann á Íslandi árið 1880. Fyrsti bændaskólinn Talið er að skólinn...

Laufásvegur 46 (Galtafell)

Á lóð nr. 46 við Laufásveg í Reykjavík stendur hús sem Pétur J. Thorsteinsson  athafnamaður frá Bíldudal lét byggja árið 1916 og kallaði Galtafell. Hafði Pétur og fjölskylda hans þá búið í Lækjargötu 10 frá...

Barónsstígur 4

Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík var fjós undir 50 kýr sem reist var árið 1899 og stendur enn við Barónsstíg 4. Baróninn frá Hvítarvöllum Fjósið byggði dularfullur franskur barón, Charles...

Aðalstræti 16 (áður 18)

Á horni Aðalstrætis og Túngötu stendur syðsta hús hótels sem byggt var árið 2005. Var húsið byggt í anda húss sem stóð á þessum stað frá 1902 til 1969 og gekk undir nafninu Uppsalir....

Aðalstræti 8 (Fjalakötturinn)

Við Aðalstræti 8 stóð hús sem hafði upphaflega verið byggt í kringum 1790 en hafði verið mikið breytt og stækkað þegar Valgaður Ö. Breiðfjörð verslunarmaður hóf leiklistarstarfsemi í húsinu upp úr 1890. Árið 1906 hófust...

Aðalstræti 12 í Reykjavík

  Vettvangur Innréttinganna Fyrir 1764 voru Innréttingarnar með starfsemi í torfhúsum sem m.a. stóðu á lóðinni við Aðalstræti 12. Árið 1764 byggði félagið timburhús á lóðinni undir vefnaðarstofur fyrirtækisins en það hús var rifið...

Aðalstræti 10

Elsta húsið í Kvosinni Aðalstræti 10, einnig þekkt sem Fógetahúsið, er elsta húsið í Reykjavík ef frá er talin Viðeyjarstofa. Það var reist árið 1762 undir bókara Innréttinganna, klæðageymslu og lóskurð en áður hafði...

Arnarholt í Vestmannaeyjum

Athafnamaður og skáld Arnarholt við Vestmannabraut 24 var heimili og vinnustaður Sigurðar Sigurðssonar, sem kenndur var síðan við húsið, en stórar viðbyggingar setja svip sinn á það í dag. Sigurður var fæddur í Kaupmannahöfn 15. september...

Juliushaab, Tanginn í Vestmannaeyjum

Juliushaab á Tanganum Á árabilinu 1846- 1849 byggði danskur kaupmaður, J.P. Birck, íbúðar- og verslunarhús á svokölluðum Tanga vestan við Anesarvik, en hann hafði fengið leyfi til þess að opna þarna verslun eftir að...

Engidalur í Vestmannaeyjum

Í Engidal við Brekastíg 15c hóf Andrés Gestsson (1917-2009), Andrés blindi, búskap ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Jónsdóttur.  Andrés settist að í Eyjum árið 1939 eftir að hafa komið þangað á vertíðir, þá fyrstu á...

Hlíðarhús í Vestmannaeyjum

Verslunarrekstur Í Hlíðarhúsi bjó Gísli Stefánsson með fjölskyldu sinni, en hann var fæddur 28. ágúst 1842. Gísli var frumkvöðullg að ýmsu í Vestmannaeyjum á seinni hluta 19. aldar. Hann rak eigin verslun frá 1881...

Vesturholt í Vestmannaeyjum

Vesturholt, Brekastígur 12, (til hægri á mynd) var heimili Sigmunds Jóhannssonar, uppfinningamanns og teiknara, sem var fæddur í Noregi 22. apríl 1931, en fluttist barnungur til Íslands og til Vestmannaeyja 1955.  Sigmund stækkaði húsið mikið...

Erpsstaðir í Miðdölum

  Landnámsjörð Erpsstaðir eru bær í Miðdölum í Dalasýslu. Erpsstaðir voru landnámsjörð Erps Meldúnssonar sem átti að foreldrum skoskan jarl og írska konungsdóttur. Í Sturlubók eru afkomendur Erps nefndir Erplingar. Fornleifar Lengi var forn...

Kirkjustræti 4 í Reykjavík

Við Kirkjustræti 4 stendur rismikið timburhús sem Skúli Thoroddsen (1859-1916) alþingismaður og ritstjóri byggði við Vonarstræti 12 árið 1908. Þar bjó Skúli með konu sinni Theódóru Thoroddsen (1863-1954) skáldkonu og börnum þeirra þar til hann lést...

Hafnarstræti 20 í Reykjavík

Thomsens-Magasín hóf starfsemi sína í Hafnarstræti 20 í Reykjavík árið 1837 en stofnandi hennar var Ditlev Thomsen. Allt til ársins 1902 gekk verslunin undir nafninu Thomsensverslun en þá var nafninu breytt í Thomsens Magasín. Thomsens Magasín óx hratt...

Aðalstræti 16 (áður 14)

  Taustofan Fyrsta húsið sem reis við Aðalstræti 14 við upphaf þéttbýlismyndunar í Reykjavík á 18. öld var Tauvefstofa Innréttinganna, líka kallað Voðvefnaðarstofa. Þar var reist á árunum 1751-1755 en brann árið 1764. Í kjölfarið...

Bankastræti 12 (Prikið)

Veitingastaður eða bar sem Silli og Valdi settu á stofn í Bankastræti 12 um 1950 að amerískri fyrirmynd. Staðurinn seldi aðallega kaffi, gosdrykki (soda) og íshristing. Staðurinn var einn af fleiri sambærilegum stöðum sem...