Author: birgir

Ystiklettur í Vestmannaeyjum

48 bújarðir Ystiklettur blasir við, þegar siglt er inn hafnarmynnið á Heimaey. Gegnt honum, af landi, er útsýnispallur á nýja hrauninu úr Heimaeyjargosinu 1973. Þaðan má virða fyrir sér klettinn, náttúru hans og sögu....

Garðurinn og Godthaab í Vestmannaeyjum

Umbylting manna og náttúru Þegar staðið er fyrir ofan Bæjarbryggjuna og horft í suður og austur að hraunjaðrinum úr Heimaeyjargosinu 1973, er lítið að sjá annað en malbik, steinsteyptar nýbyggingar og hraungrýti. Öll söguleg...

Tómthúsið Kastalinn í Vestmannaeyjum

Fyrstu mormónarnir Hjónin Benedikt Hannesson og Ragnhildur Stefánsdóttir bjuggu í tómthúsinu Kastala um miðja 19. öld. Benedikt og Ragnhildur voru þau fyrstu sem skírð voru til mormónatrúar í Eyjum árið 1851, af Þórarni Hafliðasyni,...

Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum

Mormónabæli Í Þorlaugargerði bjó Loftur Jónsson um miðja 19. öldina. Hann var mikilsvirtur borgari í Eyjum, m.a. meðhjálpari Brynjólfs Jónssonar prests, nágranna síns á Ofanleiti. Loftur tók mormónatrú árið 1851 í kjölfar þess að...

Básaskersbryggja í Vestmannaeyjum

Við komu til Eyja stíga flestir fyrst niður fæti á Básaskersbryggju, þar sem farþegaskipið Herjólfur leggst að, mörgum sinnum á dag eftir að höfn var gerð í Landeyjum.  Í marga áratugi hefur þessi bryggja...

Kastalinn í Vestmannaeyjum

Varnarvirki og verslunarstaður Kastalinn var varnarvirki enskra kaupanna á 15. og 16 öld og náði utan um allstórt svæði, sunnan við Brattann svokallaða, austan í Tangahæðinni. Nafnið er dregið af enska heitinu Castle, enda...

Flatirnar í Vestmannaeyjum

Sandflatir Flatirnar, voru svæði undir Stóra Klifi, sem teygði sig til suðurs og austurs, væntanlega svo langt austur þar sem nokkur íbúðarhús voru reist á fyrri hluta seinustu aldar nokkru fjarri annarri íbúabyggð. Húsin...

Uppsalir í Vestmannaeyjum

Úr Mýrdalnum til Eyja Hjalti Jónsson hóf búskap í Uppsölum árið 1894, ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Ólafsdóttur, sem hann hafði kvænst 1. desember sama ár.  Hjalti var úr Mýrdalnum og var fyrst ráðinn til...

Vegamót Evu Braun í Vestmannaeyjum

Ýmis fyrirmenni og höfðingjar hafa heimsótt Vestmannaeyjar í aldanna rás. Fyrstir voru þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti árið 1000, sérstakir sendiboðar sjálfs Noregskonungs! Fleiri fylgdu svo í kjölfar þeirra ekki síst mörgum öldum...

Svaðkot í Vestmannaeyjum

Svaðkot var suður á eyju, fyrir ofan hraun, í byggð svokallaðra Ofanbyggjara í nágrenni prestssetursins, Ofanleitis og stóð kotið beint útsuður af því.  Hlaðinn garður var umhverfis kotið, en hann fór undir flugbrautina, þegar...

Litla-Langa í Vestmannaeyjum

Svo er sandbrekkan nefnd vestan Kleifnabergs í Heimakletti, sem aðskilur hana frá annarri stærri austan bergsins, Löngu eða Stóru- Löngu.  Heimildir eru um beinafundi á þessum slóðum. Aagaard, sem var sýslumaður í Eyjum á...

Heiðarvegur 44 í Vestmannaeyjum

Páll Þorbjörnsson átti heima á Heiðarvegi 44 en hann varð þekktur í Eyjum og víðar fyrir einstakt  björgunarafrek á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.  Páll var þá skipstjóri á flutninga- og fiskibátnum Skaftfellingi, sem sigldi á...

Faxastígur 2a í Vestmannaeyjum

Þórður Stefánsson (1924-2007) byggði Faxastíg 2a og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni.  Faxastígur var fjölfarin gata í Vestmannaeyjum enda stóð kirkja hvítasunnumanna, Betel, við hana og dró til sín á samkomur safnaðarfólk og börn...

Bakkaeyri í Vestmannaeyjum

Bakkaeyri, Skólavegur 26, var æskuheimili Birgis Andréssonar myndlistarmanns, en hann var fæddur 5. febrúar 1955 í Vestmannaeyjum.  Faðir hans, Andrés Gestsson, Andrés blindi, festi kaup á húsinu og innréttaði að einhverju leyti, þá orðinn...

Háeyri í Vestmannaeyjum

Árni Guðmundsson var kenndur við æskuheimili sitt, Háeyri, Vesturveg 11a.  Nafn Árna er þjóðþekkt sem “Árni úr Eyjum”, en textar hans við þjóðhátíðarlög Oddgeirs Kristjánssonar hafa fyrir löngu greipst inn í Eyja- og þjóðarsálina. ...

Illugagata 71 í Vestmannaeyjum

Víðir Reynisson átti sín æskuspor á Illugagötu 71 og síðar á Sóleyjargötu 1 eftir Heimaeyjargosið 1973, en faðir hans, Reynir Guðsteinsson skólastjóri, var m.a. kunnur fyrir margs konar stjórnunar- og félagsstörf í Eyjum.  Víðir...

Grænahlíð 9 í Vestmannaeyjum

Grænahlíð 9 var æsku- og ungdómsheimili Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem varð þjóðþekktur í afskiptum sínum að covid-19 veirunni er tröllreið heimsbyggðinni árið 2020.  Þórólfur var einn af svokölluðu þríeyki, sem stýrði viðbrögðum íslensku þjóðarinnar...

Hvíld í Vestmannaeyjum

Varða sem vegvísir og hvíldarstaður Á horni Illugagötu og Höfðavegar, nokkrum metrum frá Illugaskipi og Illugahelli, er varða sem hlaðin var 1948 af Magnúsi Jónssyni.  Varðan er í jaðri lóðar hússins Saltabergs, sem Hlöðver...

Vestmannabraut 76 í Vestmannaeyjum

Síðasta sjókonan Katrín Unadóttir byggði húsið Vestmannabraut 76 í félagi með hjónunum Magnúsi K Magnússyni síðar netagerðarmeistara og konu hans Þuríði Guðjónsdóttur, og flutti inn með þeirri fjölskyldu ásamt dóttur sinni árið 1927.  Katrín...

Turninn í Vestmannaeyjum

Söluturninn, sjoppan við sjávarsíðuna Þorlákur Sverrisson hóf rekstur Söluturnsins við Strandveg árið 1927. Keypti Þorlákur kró nálægt mjölgeymsluhúsi því, sem nú stendur við horn Strandvegar og Kirkjuvegar, og byggði ofan á hana. Hugmynd hans...

Heimaslóð

Boðaslóð 3 í Vestmannaeyjum

Skip að brenna? Ólafur Vestmann átti lengstum heima á Boðaslóð 3 en hann var fæddur í húsinu Strönd við Miðstræti 9a árið 1906.  Ólafur varð þekktur á einni nóttu fyrir að verða fyrsti maðurinn...

Stakkagerðiskróin í Vestmannaeyjum

Á vertið í Eyjum Stakkagerðiskróin stóð beint suður upp frá Bæjarbryggjunni á horni Strandvegar og Formannasunds.  Króin var í eigu Gísla Lárussonar í Stakkagerði og ein fjölmargra sem stóðu í grennd við aðalatvinnusvæði eyjaskeggja...

Flugur í Vestmannaeyjum

Horfin og breytt strandlengja Eftir að Heimaeyjargosinu lauk árið 1973 var gamla strandlengjan, austurhluti Heimaeyjar, horfin allt frá hafnarmynninu austur og suður fyrir rætur Helgafells. Ströndin einkenndist af hömrum, víkum, töngum, tóm, nefjum, flúðum,...

Gísli Már

Sigmundarsteinn í Vestmannaeyjum

Sigmundarsteinn er í urð undir Kervíkurfjalli, sem Jónas Hallgrímsson kvað vísur um og sá þar „hafmeyjar“ og Jón píslarvott: Veit ég úti í Vestmannaeyjum verður stundum margt í leyni; séð hef ég þar setið...

Gunnar Ólafsson

Urðir í Vestmannaeyjum

Heljargreipar hafsins Svæðið frá syðri hafnargarðinum, Hringskersgarðinum, austur og suður fyrir Sigurðarrönku var kallað einu nafni Urðir en í grjóturð skammt frá, beint austur af Kirkjubæjum, var talið að Jón Þorsteinsson, píslarvottur, hafi falið...

Byrgin í Sæfelli, Vestmannaeyjum

Við vestanverðar rætur Sæfells má sjá mannvirki, sem láta lítið yfir sér, en vekja spurningar um horfna lífshætti. Þetta eru veðruð, ferköntuð, steypt byrgi, yfirleitt með litlu opi að ofan og stærra á hlið,...

Edinborgarbryggja í Vestmannaeyjum

Lækurinn með hrófin var aðalathafnasvæði sjávarútvegs á Heimaey í aldir. Á árabátaöld, þegar sjómenn leituðu lands, tókust þeir á við klappir og kletta sem teygðu sig í sjó fram með sandrifjum inn á milli....

Eyjarhólar í Vestmannaeyjum

Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri og alþingismaður Í þessu húsi ólst Guðlaugur Gíslason upp, síðar bæjarstjóri og alþingismaður Vestmannaeyja, en faðir hans reisti það um miðjan annan áratug 20. aldar. Eyjarhólar voru þá í jaðri bæjarins,...

Heimaklettur í Vestmannaeyjum

Útsýni til allra átta Hákollar, hæsti hluti Heimakletts, eru 283 m. frá sjávarmáli. Þaðan má sjá í góðu útsýni Heimaey frá norðri til suðurs, prýdda tveimur keilulaga eldfjöllum, úteyjarnar, nærsveitir meginlandsins, fjöll og jökla,...

Reynir í Vestmannaeyjum

Bræðurnir Kristinn (1897- 1959) og Jóhann Gunnar (1902- 1979) Ólafssynir voru kenndir við æskuheimili sitt, húsið Reyni, sem stóð við Bárugötu 5 allt fram að lokum 8. áratugarins, þegar það var rifið. Á rústum...

Frydendal í Vestmannaeyjum

Bókhneigður embættismaður Sigfús Maríus Johnsen var fæddur í Frydendal 1886, einn af 5 bræðrum, en þeirra elstur var Gísli J. Johnsen, athafnamaður og frumkvöðull. Sigfús varð snemma bókhneigður og hélt ungur til náms í...

Goðasteinn í Vestmannaeyjum

Skólamaðurinn Í Goðasteini bjó Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólamaður, rithöfundur og frumkvöðull í margs konar félags- og menningarstarfsemi í Eyjum frá því snemma á 20. öld og fram á seinni hluta aldarinnar. Þorsteinn var Austfirðingur,...

Bolsastaðir í Vestmannaeyjum

Hús verkalýðsfrömuðar Bolsastaðir, Helgafellsbraut 19, eru tengdir upphafi verkalýðsbaráttu í Vestmannaeyjum og nýrrar hugmyndafræði í þeirri baráttu svo sem nafn hússins gefur til kynna. Hér bjó Ísleifur Högnason ásamt konu sinni, Helgu Rafnsdóttur, og...

Strandvegur í Vestmannaeyjum

Strandvegur er elsta gatan á Heimaey og eflaust sú fjölfarnasta fyrr og síðar. Vegurinn varð til við helsta athafnasvæðið um aldir, meðfram sjónum alla leið frá Skansinum við innsiglinguna og vestur inn í Botn....

Sólheimar í Vestmannaeyjum

Sól og máni Í Eyjum sem víðar um landið tíðkaðist sá siður forðum og að nokkru enn að gefa fólki viðurnefni til aðgreiningar frá öðrum eyjaskeggjum. Menn voru kenndir við atvik, háttalag, líkamsvöxt og...

Lifrarsamlagið í Vestmannaeyjum

Lifur Árið 1924 var ár mikilla framkvæmda í Eyjum, þar sem stór hús risu, sem tengdust útgerð og fiskvinnslu. „Eilífð“ Gísla J. Johnsen var fullbúin þetta ár sem og þríhýsi Gunnars Ólafssonar & Co...

Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum

Upphaf vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum í byrjun 20. aldarinnar varð til þess að fiskafli, sem á land barst, stórjókst. Hlóðust því upp miklar hrúgur af úrgangi við krærnar, þar sem gert var að fiskinum. Var...

Dráttarbrautir fyrir báta í Vestmannaeyjum

Með auknum útvegi í kjölfar þeirra byltingar, sem varð í Eyjum með tilkomu vélbátanna á fyrstu áratugum 20. aldarinnar, varð veruleg vöntun á aðstöðu til þess að koma bátum á land til viðhalds og...

Grund í Vestmannaeyjum

Árni Árnason frá Grund var fæddur á Vestri-Búastöðum í Vestmannaeyjum 19. mars 1901 og flutti kornungur með foreldrum sínum í nýtt, lítið íbúðarhús á horni Kirkjuvegar og Sólhlíðar, sem hlaut nafnið Grund. Við það...

Langi-Hvammur í Vestmannaeyjum

Langi- Hvammur við Kirkjuveg 41 er dæmi um veglegt tómthús, en húsið var byggt 1901, og er enn að mestu í upprunalegri mynd. Tómthús voru þau hús nefnd, þar sem engin afnot af jörð...

Fögruvellir í Vestmannaeyjum

Sigurður Vigfússon bjó í tómthúsinu Fögruvöllum á áratugunum fyrir og eftir 1900. Tómthús voru bústaðir án afnota af jörð fyrir fólk, sem oft átti skamma dvöl í sjávarplássi eins og í Eyjum. Tómthús Sigurðar...

Eilífðin í Vestmannaeyjum

Árið 1907 fékk Gísli J. Johnsen umráð yfir hinu forna uppsátri, Fúlu, og öllum Nausthamrinum austan Læksins. Hófst hann þegar handa við að fylla þarna upp og undirbúa svæðið fyrir fiskvinnsluhús. Var húsið fullgert...

Öskusúlurnar í Vestmannaeyjum

Á nokkrum stöðum í Vestmannaeyjabæ má sjá sívalar súlur, sem standa álengdar við stéttar eða slóða, þar sem mannfólkið gengur um. Súlur þessir eru klæddir gjósku eða ösku úr Heimaeyjargosinu 1973 og eru til...

Fiskikrærnar í Vestmannaeyjum

Aðaluppsátur árabátanna í Eyjum voru Hrófin upp af Læknum, en önnur minni voru bæði að austan og vestan við hann. Snemma hafa orðið til lítil hús, krær, sunnan og ofan við Strandveg, þar sem...

Laufholt í Vestmannaeyjum

Í Laufholti, Hásteinsvegi 18, bjó Páll Sigurðsson, fyrsti atvinnuökuþórinn í Eyjum. Í kjölfar vélbátaútgerðar á fyrsta áratug 20. aldarinnar stórjukust aflabrögð í Vestmannaeyjum og fiskúrgangur á vertíðum hlóðst upp við aðgerðarhúsin, hausar og beinhryggir. Þessi...

Gíslaklettar í Vestmannaeyjum

19. júni 1692 var morð framið í fiskbyrgi í Vestmannaeyjum við kletta þá, sem nefndir voru eftir hinum myrta: Gíslaklettar. Slík byrgi, oft nefnd fiskigarðar, voru mjög víða á Heimaey allt frá miðöldum og voru...

Ísfélagið í Vestmannaeyjum

Ísfélagið er fyrsta vélknúna frystihús á landinu, en það tók til starfa um áramótin 1908-1909. Beituskortur hafði um árabil háð útgerð í Eyjum, en erfitt reyndist að geyma beituna og forða frá skemmdum. Eyjamenn...

Oddsstaðir eystri í Vestmannaeyjum

Hér bjó Eyþór Þórarinsson (1889-1968), kaupmaður, sem fyrstur flutti inn bíl til Vestmannaeyja árið 1918. Vakti þetta frumkvæði Eyþórs að vonum mikla athygli hjá eyjaskeggjum, sem flykktust niður á Bæjarbryggju, þegar bíllinn kom til Eyja....

Klettshellir í Vestmannaeyjum

Klettshellir blasir við, þegar staðið er nyrst á nýja hrauninu úr Eldfelli í nágrenni við Flakkarann og Skansinn og skammt frá, þar sem hvalurinn Keikó átti sér samastað í upphafi 21. aldar. Einnig sést...

Laufás í Vestmannaeyjum

Sjómaðurinn Þorsteinn Jónsson (1880-1965) keypti Laufás, Austurvegi 5, árið 1905, en lét rífa það árið 1912 og byggði stórt og reisulegt hús á lóðinni. Þorsteinn var fæddur 14. október árið 1880 og hóf að stunda...

Litla- Grund í Vestmannaeyjum

Á Litlu- Grund bjó Guðmundur Jesson Thomsen verkamaður. Guðmundur var fæddur í Nýborg við Njarðarstíg 13. nóvember 1867 og lést 19. apríl 1937. Hann varð kunnur maður í Eyjum fyrir mikið burðarþrek á seinustu...

Valhöll í Vestmannaeyjum

Eldeyjarkappi Ágúst Gíslason byggði Valhöll árið 1913, við hlið Landlystar, fyrsta fæðingarheimilisins á Íslandi, og var húsið eitt fyrsta steinsteypta húsið í Eyjum. Ágúst var þá þekktur í sinni heimabyggð fyrir að hafa klifið...

Vesturhús í Vestmannaeyjum

Vesturhús Vesturhús stóðu í austurhluta Heimaeyjar, þar sem land fór hækkandi í hlíðum Helgafells og skiptust í tvær bújarðir, a.m.k. samkvæmt elstu heimildum um jarðaskipti í Vestmannaeyjum. Fjöldi íbúa hefur alið manninn í Vesturhúsum...

Klaufin í Vestmannaeyjum

„Það eru ekki allt selir, sem sýnast.“ Klaufin er grýtt sandfjara norðan Höfðavíkur. Þar var fyrrum útræði bænda suður á Heimaey, svokallaðra Ofanbyggja. Bændur gengu jafnan á reka á þessum slóðum og svo var um...

Bræðsluskúrarnir í Vestmannaeyjum

Fyrir aldamótin 1900 voru bræðslu- og lýsishús við verslanirnar í Eyjum, Godthaabsverslunina, Garðsverslunina og Júlíushaab eða Tangann. Var grútur bræddur í bræðslupottum og lýsið geymt og látið setjast til í lifrarkörum áður en það...

Ás í Vestmannaeyjum

Eldeyjar-Stefán Í Ási við Kirkjuveg 49 bjó Stefán Gíslason, en húsið byggði hann rétt eftir aldamótin 1900, og var hann kenndur við það. Stefán fæddist í Jónshúsi 6. ágúst 1876, en það hús stóð...

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum

Norðmenn gáfu þessa kirkju árið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá því að kristni var lögfest á Íslandi. Kirkjunni var valinn staður í Vestmannaeyjum, þar sem Hjalti Skeggjason og...

Eldfell í Vestmannaeyjum

Eldfell varð til í Heimaeyjargosinu 1973. Eftir að sprunga myndaðist örlaganóttina, 23. janúar, gaus á mörgum stöðum í henni, en fljótlega varð einn gígur ráðandi, og fellið hlóðst upp í kringum hann á nokkrum...

Haugar í Vestmannaeyjum

Uppi varð fótur og fit í Vestmannaeyjum, þegar flokkur kvikmyndagerðarmanna frá 20th Century Fox í Bandaríkjunum mætti til Eyja árið 1984 til þess að taka upp kvikmyndina Enemy Mine. Í hópnum voru þekktir leikarar...

Blátindur í Vestmannaeyjum

Húsbrotið í hraunkantinum Blátindur stóð við Heimagötu 12b. Leifar hússins urðu vinsælt myndefni eftir Heimaeyjargosið 1973, en einn húsveggur úr Blátindi með stórum glugga ásamt umgerð stóð út úr hraunkantinum um árabil og blasti...

Háin í Vestmannaeyjum

Oddur Pétursson, formaður í Vestmannaeyjum, faldi sig í Hánni í Tyrkjaráninu 1627 og tókst á þann hátt að komast undan þeim óþjóðalýð, sem herjaði á eyjaskeggja af mikilli grimmd. Frá fjallinu gat Oddur fylgst...

Ofanleitishamar í Vestmannaeyjum

Talið er, að u.þ.b. 200 manns hafi komist undan í Tyrkjaráninu og falið sig víða á Heimaey. Í Reisubók séra Ólafs Egilssonar, prests að Ofanleiti, segir að einhleypir menn hafi fyrstir komist undan ræningjunum,...

Klettsvík í Vestmannaeyjum

Klettsvík blasir við, þegar staðið er nyrst á nýja hrauninu á Heimaey eða við Hringskersgarð og horft yfir innsiglinguna að Vestmannaeyjahöfn. Víkin liggur að Ystakletti, einum af Norðurklettum Heimaeyjar, en þeir mynda klettabelti við...

Kirkjuhvoll

Kirkjuhvoll í Vestmannaeyjum

Læknisbústaður Kirkjuhvoll var byggður árið 1911 og stóð þá utan helstu húsaþyrpingarinnar á Heimaey. Læknirinn í Eyjum, Halldór Gunnlaugsson og fjölskylda hans, voru fyrstu íbúar hússins, en síðan hafa margar fjölskyldur átt þar heima....

Leiðin

Leiðin í Vestmannaeyjum

Leiðin var seinasti spottinn á siglingunni inn í Vestmannaeyjahöfn og blasir við, þegar gengið er eftir eystri hafnargarðinum, Hringskersgarðinum. Frá öndverðu var höfnin í Eyjum opin á eina vegu fyrir úthafsöldu Atlantshafsins og ríkjandi...

Hamarinn

Hamarinn í Vestmannaeyjum

Hamarinn var afmarkað hamrabelti, hluti Ofanleitishamra, sem eru sæbrattir hamrar austur af Ofanleiti og suður að Torfmýri. Á áratugunum um miðja 20. öldina og fram undir 1980, var Hamarinn sorphaugar eyjamanna, en rusli var...

Bæjarbryggjan í Vestmannaeyjum

Bæjarbryggjan er eitt elsta hafnarmannvirkið í Eyjum, sem uppistandandi er, enbryggjan var byggð á því svæði, þar sem sjósókn árabátaútgerðar hafði staðið yfir um aldir, við svokallaðan Læk og Hrófin. Fyrsti hluti bryggjunnar er...

Heiðarvegur 56

Heiðarvegur 56 í Vestmannaeyjum

Heimir Hallgrímsson er fæddur 10. júní 1967 í Vestmannaeyjum. Hann átti á sínum æsku- og unglingsárum heima að Heiðarvegi 56, en þaðan var stutt að fara á þáverandi aðalleikvang Eyjamanna, malarvöllinn í Löngulág. Þar...

KSI

Ásavegur 28 í Vestmannaeyjum

Hermann Hreiðarsson er fæddur 17. júlí 1974 og átti sín uppvaxtarár í Eyjum víða í bænum, en lengi ól hann manninn á Ásavegi 28. Hann fór fljótlega að sparka bolta eins og eyjapeyja var...

Sagnheimar í Vestmannaeyjum

Sagnheimar eru byggðarsafn Vestmannaeyinga. Í safninu má finna alls kyns muni, sem varðveita sögu eyjaskeggja og eru til vitnis um horfna atvinnu- og þjóðhætti, menningu og samfélagið í Vestmannaeyjum um aldir. Þorsteinn Þ. Víglundsson,...

Rúnturinn í Vestmannaeyjum

Rúnturinn í Eyjum var sennilega fullmótaður um miðja 20. öldina og afmarkaðist af nokkrum götum í miðbænum, sem skárust nánast hornrétt hver á aðra og mynduðu þannig ferhyrnt svæði. Norður/ suður göturnar Kirkjuvegur og...

Sæheimar í Vestmannaeyjum

Sæheimar eru náttúrugripasafn, sem opnað var fyrir almenning árið 1964. Í safninu eru búr með lifandi fiskum, þorski, ýsu, ufsa, flatfiskum, kröbbum og ýmsum öðrum sjávardýrum, sem finnast við strendur Íslands. Í Sæheimum má...

Strembugata 18

Strembugata 18 í Vestmannaeyjum

Margrét Lára Viðarsdóttir, ein fremsta knattspyrnukona landsins um árabil, er fædd í Vestmannaeyjum 25. júlí 1986. Hún hneigðist snemma að boltasparki, enda æskuheimili hennar stutt frá Löngulág, þar sem knattspyrnukempur eyjanna höfðu alið manninn...

Eldheimar

Eldheimar í Vestmannaeyjum

Eldheimar er gosminjasafn ofarlega í hlíðum Eldfells. Safnið geymir rústir húss, sem hvarf undir gjall og ösku ásamt fjölmörgum öðrum húsum í Heimaeyjargosinu 1973. Grafið var niður að húsinu árið 2008, en þá hafði...

Kervíkurfjall

Kervíkurfjall í Vestmannaeyjum

3. maí 1967 urðu Eyjamenn varir við flugvélargný yfir Heimaey. Flugvél hringsólaði yfir eyjunum og virtist leita færis að lenda á flugvellinum. Dimmir éljabakkar gengu yfir eyjuna, og þegar rofaði til sást skyndilega ekkert...

Minnisvarði

Minnisvarði drukknaðra

Minnisvarði um þá, sem drukknað hafa við Vestmannaeyjar eða frá Eyjum, farist í fjöllum eða flugslysum var vígður á lóð Landakirkju 1951. Páll Oddgeirsson, verslunar- og útgerðarmaður í Eyjum, átti hugmyndina að varðanum og...

Stórhöfði í Vestmannaeyjum

Stórhöfði er 122 m á hæð og syðsti hluti Heimaeyjar. Á höfðanum er veðurstöð og viti, sem reistur var 1906 og var hann fyrsta steinsteypta húsið í Eyjum. Veðurstöðin á Stórhöfða er talin sú...

Betania í Vestmannaeyjum

Betania, kirkja aðventista, stendur við Brekastíg 17. Kirkjan var byggð árið 1925, en þá hafði söfnuður aðventista verið formlega stofnaður ári áður. Norskur trúboði, O.J.Olsen, hafði komið til Eyja 1922 og boðskapur hans náð...

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi, samtals 15 sæbrattar eyjar og um 30 sker og drangar. Surtsey er syðst og yngst, en hún varð til í neðansjávargosi 1963- 1967. Elliðaey er nyrst, en aðeins...

Franski (Gamli) spítalinn

Franski spítalinn var byggður 1906 og stendur húsið í dag við Kirkjuveg 20. Spítalinn var gerður af frönsku líknarfélagi, einn af þremur á Íslandi, og var honum ætlað að þjóna frönskum sjómönnum, sem fjölmenntu...

Nýibær í Vestmannaeyjum

Nýibær í Vestmannaeyjum var fæðingarstaður og heimili Þórðar Ben Sveinssonar, sem fæddist þar 3. desember 1945. 6 ára gamall flutti Þórður til Reykjavíkur og birtist svo aftur u.þ.b. tveim áratugum síðar árið 1969 í fæðingarbæ...

Sandgerði í Vestmannaeyjum

Sandgerði, Vesturvegur 9b í Vestmannaeyjum, var heimili Árna Valdasonar. Árni fæddist undir Eyjafjöllum 17. september 1905, en hann flutti ungur til Eyja með foreldrum sínum. Árni varð síðar áberandi í bæjarlífinu fyrir drykkjuskap, sem...

Betel í Vestmannaeyjum

Betel, kirkja Hvítasunnusafnaðarins, stóð við Faxastíg 6, en húsið stendur þar enn nánast í upprunalegri mynd, nú sem hljóðver. Kirkjan var vígð 1926 og þjónaði söfnuðinum fram til ársins 1994, að hann flutti í...

Gröf í Vestmannaeyjum

Gröf, við Urðarveg 7 í Vestmannaeyjum, var bernskuheimili Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf, sem fæddur var í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Húsið var brennt til þess að hindra útbreiðslu á taugaveiki, en gatan hvarf...

Miðey í Vestmannaeyjum

Jónas Þórir Dagbjartsson fæddist 20. ágúst 1926 í húsinu Miðey, sem stóð við Heimagötu 33, þar sem nú er hraunjaðarinn frá Heimaeyjargosinu 1973. Fimm ára gamall fór hann í fóstur til hjónanna á Jaðri,...

Illugahellir og Illugaskip í Vestmannaeyjum

Við gatnamót Illugagötu og Höfðavegar í Vestmannaeyjum má sjá tvo hraunhóla, sem eru til marks um hraunið, sem einu sinni einkenndi landslagið á þessum slóðum. Hólarnir heita Illugahellir og Illugaskip, og gatan hefur verið...

Minnisvarði um Helliseyjarslysið

Í stórgrýttri fjörunni skammt frá minnisvarða um Helliseyjarslysið kom Guðlaugur Friðþórsson að landi að nóttu til, 12. mars 1984, eftir 5-6 klukkustunda sund í köldu hafinu. Fiskibáturinn Hellisey VE 503 sökk kvöldið áður þremur...

Sjógeymirinn í Vestmannaeyjum

Sjógeymirinn við Skansinn vekur athygli, þegar komið er að virkinu, enda „hanga“ rústir hans að hálfu leyti utan í nýja hraunjaðrinum frá Heimaeyjargosinu 1973. Geymirinn er leifar sjóveitunnar í Eyjum, sem sá m.a. fiskvinnslunni...

Heiði í Vestmannaeyjum

Frumherji í vélbátaútgerð Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, bátsformaður og fl., átti heima í Litlu-Heiði, en hann var einn af fyrstu sjósóknurum í Eyjum sem eignaðist vélbát til fiskveiða.  Reyndar var sá bátur annar í röð...

Hásteinn í Vestmannaeyjum

Hásteinn stendur í brekkunni upp Hána á móts við Illugagötu og Brekkugötu í Vestmannaeyjum. Hægt er að klifra upp á steininn, sem var vinsælt hjá krökkum af nærliggjandi götum um miðja og fram á...

Landlyst í Vestmannaeyjum

Landlyst var fyrsta fæðingaheimili á Íslandi, byggt 1847 og 1848 af Sólveigu Pálsdóttur, skálda frá Kirkjubæ, og manni hennar Matthíasi Markússyni. Barnadauði hafði lengi verið viðvarandi í Eyjum og létust t.a.m. 7 af hverjum...

Skansinn í Vestmannaeyjum

Virkið Skansinn er orð úr dönsku og þýðir virki. Upphaflega var hann gerður árið 1586 til þess að verja dönsku konungsverslunina gegn ágangi Englendinga, en hefur síðan verið margendurbyggður. Miklar endurbætur voru t.a.m. gerðar...

Hringskersgarðurinn í Vestmannaeyjum

Syðri og eystri hafnargarðurinn á Heimaey var byggður við Hringsker og er kenndur við það, en hann er gegnt Hörgaeyrargarðinum, þar sem byggð var fyrsta kirkja í kristnum sið árið 1000. Höfnin á Heimaey...

Mormónapollurinn í Vestmannaeyjum

Mormónapollur er sjávarlón við vesturbrún Heimaeyjar, skammt sunnan Herjólfsdals. Þar voru mormónar skírðir um og eftir miðja 19. öld. Mormónatrú barst til Eyja 1851 með tveimur mönnum, sem kynnst höfðu þessum trúarbrögðum í Danmörku....

Faxasker í Vestmannaeyjum

Faxasker er norður af Ystakletti, og á því er lítið björgunarskýli. 7. janúar 1950 fórst vélbáturinn Helgi VE 333 í vondu veðri við skerið með allri áhöfn og farþegum, alls 10 manns. Helgi VE...

Sýslumannskór í Vestmannaeyjum

Sýslumannskór er hellisskúti austan megin í Hánni, kenndur við M.M.L. Agaard, danskan sýslumann Eyjamanna, á árunum 1872- 1891. Aagaard sýslumaður var vel látinn og aflaði sér vinsælda og virðingar ásamt eiginkonu sinni og börnum...

Prestabót í Vestmannaeyjum

Belgíski togarinn, Pelagus, strandaði 21. janúar 1982 skammt frá Prestabót austur á Heimaey, við klettótta hamra nýja hraunsins frá gosinu 1973. Þar skorðaðist togarinn af í slæmu veðri á myrkri vetrarnóttu og hentist til...