Áfangar.com Blog

For the term "".

Að hafa svo mikið upp úr lífinu sem auðið er

Hádegisfyrirlestur Þorsteins Vilhjálmssonar, „Að hafa svo mikið upp úr lífinu sem auðið er“. Ólafur Davíðsson og hinsegin rými innan Lærða skólans á 19. öld

Aðalstræti

Aðalstræti er elsta gata Reykjavíkur og elsta gata landsins. Talið er að stígur hafi legið frá gamla Reykjavíkurbænum við suðurenda götunnar til sjávar og þegar hús Innréttinganna risu við stíginn um miðja 18. öldina...

Aðalstræti 10

Elsta húsið í Kvosinni Aðalstræti 10, einnig þekkt sem Fógetahúsið, er elsta húsið í Reykjavík ef frá er talin Viðeyjarstofa. Það var reist árið 1762 undir bókara Innréttinganna, klæðageymslu og lóskurð en áður hafði...

Aðalstræti 12 í Reykjavík

  Vettvangur Innréttinganna Fyrir 1764 voru Innréttingarnar með starfsemi í torfhúsum sem m.a. stóðu á lóðinni við Aðalstræti 12. Árið 1764 byggði félagið timburhús á lóðinni undir vefnaðarstofur fyrirtækisins en það hús var rifið...

Aðalstræti 16 (áður 14)

  Taustofan Fyrsta húsið sem reis við Aðalstræti 14 við upphaf þéttbýlismyndunar í Reykjavík á 18. öld var Tauvefstofa Innréttinganna, líka kallað Voðvefnaðarstofa. Þar var reist á árunum 1751-1755 en brann árið 1764. Í kjölfarið...

Aðalstræti 16 (áður 18)

Á horni Aðalstrætis og Túngötu stendur syðsta hús hótels sem byggt var árið 2005. Var húsið byggt í anda húss sem stóð á þessum stað frá 1902 til 1969 og gekk undir nafninu Uppsalir....

Aðalstræti 2

  Þegar konungsverslunin í Örfirisey var flutt til Reykjavíkur í kringum 1780 voru mörg húsanna endurbyggð við norðurenda Aðalstrætis, einkum á lóðum Aðalstrætis 2, Vesturgötu 2 og Hafnarstrætis 1-3. Fyrsta húsið í þessari þyrpingu byggði...

Aðalstræti 7 í Reykjavík

„Á þessari lóð stóð áður fjós Innréttinganna en það var reist árið 1759. Árið 1847 var lóðin seld stiftprentsmiðjunni og lét hún reisa geymsluhús á lóðinni. Núverandi hús var byggt árið 1881 af Jóni...

Aðalstræti 8 (Fjalakötturinn)

Við Aðalstræti 8 stóð hús sem hafði upphaflega verið byggt í kringum 1790 en hafði verið mikið breytt og stækkað þegar Valgaður Ö. Breiðfjörð verslunarmaður hóf leiklistarstarfsemi í húsinu upp úr 1890. Árið 1906 hófust...

Aldrei fór ég suður

Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, hefur verið haldin um Páska ár hvert síðan árið 2004. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árið, í upphafi var um eitt kvöld að ræða en...

Alþingishúsið

Alþingishúsið var reist á árunum 1880-1881 á Kirkjustíg við sunnanverðan Austurvöll. Húsið var teiknað af Ferdinand Meldahl en byggingastjóri hússins var F. Bald, sá sami og byggði húsið við Pósthússtræti 3. Grjótið í húsið...

Amtmannsstígur 1

Gunnlaugsenshús er hluti af Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur og stendur við Amtmannsstíg 1. Stefán Gunnlaugsson, land- og bæjarfógeti, reisti húsið árið 1836 en eftir að Martin Smith kaupmaður eignaðist húsið gekk það undir nafninu Smithshús....

Árið 1208

Árið 1208 fæddust tveir drengir á Íslandi sem áttu eftir að setja mikinn svip á 13. öldina. Þetta voru þeir Kolbeinn Arnórsson af ætt Ásbyrninga og Gissur Þorvaldsson af ætt Haukdæla. Vígi Ásbyrninga var...

Árið 1262

Árið 1262 var Gissur Þorvaldsson jarl yfir Íslandi í umboði Noregskonungs, 54 ára gamall. Noregskonungur hafði lengi att íslenskum höfðingjum saman í þeim tilgangi að ná yfirráðum hér á landi og loksins, árið 1262,...

Árið 1550

1550 er árið sem siðaskiptin á Íslandi eru miðuð við því á þessu ári var Jón Arason biskup (66 ára) og synir hans Björn (44 ára) og Ari (42 ára) hálshöggnir í Skálholti. Þar með...

Árið 1786

Íslendingum fækkaði úr 49 þúsundum árið 1783 í 38 þúsund árið 1786 og íbúar Reykjavíkur voru aðeins 167 árið 1786. Bólusóttin sem barst til landsins árinu áður herjaði áfram á landsmenn á árinu 1786...

Árið 1918

Árið 1918 var viðburðaríkt ár hér á landi. Þetta ár lauk heimstyrjöldinni fyrri og Spánska veikin breiddist út um heimsbyggðina. Talið að veikin hafi lagt 25-50 milljónir manna að velli á heimsvísu en hér á landi...

Árið 1967

Árið 1967 voru Íslendingar um 200 þúsund og Reykvíkingar um 80 þúsund. Haustið 1966 hafði ríkisútvarpið hafið sjónvarpsútsendingar og lengi fram eftir árinu 1967 takmörkuðust útsendingar við tvö kvöld í viku. Þann 15. maí...

Arnarholt í Vestmannaeyjum

Athafnamaður og skáld Arnarholt við Vestmannabraut 24 var heimili og vinnustaður Sigurðar Sigurðssonar, sem kenndur var síðan við húsið, en stórar viðbyggingar setja svip sinn á það í dag. Sigurður var fæddur í Kaupmannahöfn 15. september...

Arnarker í Leitahrauni

Arnarker, eða Kerið, er rúmlega 500 metra langur sérstæður hellir í Leitahrauni í Ölfusi sem varð til við gos í gígnum Leiti við Bláfjöll fyrir um 5000 árum. Hægt er að komast ofan í hellinn í...

Ás í Vestmannaeyjum

Eldeyjar-Stefán Í Ási við Kirkjuveg 49 bjó Stefán Gíslason, en húsið byggði hann rétt eftir aldamótin 1900, og var hann kenndur við það. Stefán fæddist í Jónshúsi 6. ágúst 1876, en það hús stóð...

KSI

Ásavegur 28 í Vestmannaeyjum

Hermann Hreiðarsson er fæddur 17. júlí 1974 og átti sín uppvaxtarár í Eyjum víða í bænum, en lengi ól hann manninn á Ásavegi 28. Hann fór fljótlega að sparka bolta eins og eyjapeyja var...

Ásbyrgi í Vestmannaeyjum

Ásbyrgi við Birkihlíð 21 var æskuheimili Guðna Hermansen, listmálara. Guðni var fæddur 28. mars 1928 í Vestmannaeyjum og lærði málaraiðn, sem hann stundaði á yngri árum áður en hann snéri sér alfarið að myndlist....

Ásgarður

Forn kirkjustaður Ásgarður er bær og fyrrum kirkjustaður í Hvammsveit í Dalasýslu sem fyrst er nefndur í Sturlungu. Vitað er að  kirkja var í Ásgarði árið 1327 en síðasta kirkjan hér var aflögð 1882. Í landi...

Ásvallagata 79

Á fjórða áratug síðustu aldar átti sér stað mikil uppbyggging íbúðarhúsnæðis í Vesturbæ Reykjavíkur og vestan Bræðraborgarstígs reis húsahverfi sem gengið hefur undir nafninu Samvinnubústaðirnir. Ásvallagata var ein af þessum götum sem þá urðu...

Auðarnaust í Hvammsfirði

Tóft af nausti 10-15 metra austan við ármynni Hvammsár sem talin er vera frá tímum landnámskonunnar Auðar Djúpúðgu.

Austurstræti 2 (Hótel Ísland)

Á horni Aðalstrætis og Austurstrætis byggði Johani Hallberg stórhýsi þar sem hann hóf hótel- og veitingarekstur árið 1882. Á næstu árum breytti Hallberg hótelinu, sem hlaut nafnið Hótel Ísland, og byggði við það. Eftir...

Austurstræti 22 í Reykjavík

Í Austurstræti 22 stendur endurgerð af húsi sem brann í stórbruna í apríl 2007. Húsið sem stóð hér áður var byggt árið 1801 af Ísleifi Einarssyni yfirdómara í nýstofnuðum Landsyfirrétti. Hús Ísleifs, sem var...

Bakkaeyri í Vestmannaeyjum

Bakkaeyri, Skólavegur 26, var æskuheimili Birgis Andréssonar myndlistarmanns, en hann var fæddur 5. febrúar 1955 í Vestmannaeyjum.  Faðir hans, Andrés Gestsson, Andrés blindi, festi kaup á húsinu og innréttaði að einhverju leyti, þá orðinn...

Bakki í Svarfaðardal

Bakki er jörð í Svarðardal inn af Eyjafirði sem þekktust er fyrir að vera heimili bræðranna Gísla, Eiríks og Helga, betur þekktir sem Bakkabræður. Ekki er vitað hvenær þeir bræður voru uppi en helsta...

Bani í Haukadal

„Upp af bænum á Skarði [í Haukadal í Dalasýslu] er fjallið Bani, en fyrir neðan nefnist Banaskál. Sagan segir að eitt sinn hafi skólapiltar frá Hólum verið á heimleið í jólafrí og ætluðu Haukadalsskarð....

Ljósmynd frá 1890

Bankastræti 10

Hér reisti P. C. Knudtzon kornmyllu árið 1864 sem gekk undir nafninu Hollenska myllan en áður hafði hann reist myllu þar sem nú er Suðurgata 20. Rekstur myllunnar gekk ekki sem skyldi og var...

Bankastræti 12 (Prikið)

Veitingastaður eða bar sem Silli og Valdi settu á stofn í Bankastræti 12 um 1950 að amerískri fyrirmynd. Staðurinn seldi aðallega kaffi, gosdrykki (soda) og íshristing. Staðurinn var einn af fleiri sambærilegum stöðum sem...

Bankastræti 3

Við Bankastræti 3 stendur fyrsta íbúðarhúsið í Reykjavík sem byggt var úr tilhöggnu íslensku grágrýti. Húsið var byggt árið 1881 fyrir Sigmund Guðmundsson prentara sem rak prentsmiðu sína í húsinu. Talið er að sömu...

Barónsstígur 4

Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík var fjós undir 50 kýr sem reist var árið 1899 og stendur enn við Barónsstíg 4. Baróninn frá Hvítarvöllum Fjósið byggði dularfullur franskur barón, Charles...

Básaskersbryggja í Vestmannaeyjum

Við komu til Eyja stíga flestir fyrst niður fæti á Básaskersbryggju, þar sem farþegaskipið Herjólfur leggst að, mörgum sinnum á dag eftir að höfn var gerð í Landeyjum.  Í marga áratugi hefur þessi bryggja...

Bæjarbryggjan í Vestmannaeyjum

Bæjarbryggjan er eitt elsta hafnarmannvirkið í Eyjum, sem uppistandandi er, enbryggjan var byggð á því svæði, þar sem sjósókn árabátaútgerðar hafði staðið yfir um aldir, við svokallaðan Læk og Hrófin. Fyrsti hluti bryggjunnar er...

Bær í Miðdölum

Bær er jörð í Miðdölum í Dalasýslu sem nefnd er í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar í tengslum við dráp Sturlu Sighvatssonar á sonum Þorvaldar Vatnsfirðings árið 1232. Jón Dalaskáld Í Bæ bjó Jón Sigurðsson (1685-1720), lögsagnaritari...

Beinahóll á Kili

Beinahóll er hraunborg á Kili sem dregur nafn sitt af beinum hrossa og kinda sem talin eru hafa drepist þegar Reynistaðabræður urðu úti á Kili árið 1780. Eftir slysið mögnuðust sögur um reimleika á...

Beinakelda í Vestmannaeyjum

Beinakelda er svæði suðaustur af Klettsnefi, norðan við Urðir, þar sem mörg skip fórust vegna verra sjólags en á öðrum svæðum. 16. maí árið 1901 varð einhver stærsti skipskaði í eða við Beinakeldu, sem...

Bergstaðastræti 12 (Brenna)

Úr torfbæ í steinbæ Á árunum 1880 til 1905 voru byggð allmörg steinhús og steinbæir í Reykjavík með tækni sem íslenskir steinsmiðir lærðu af byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg og Alþingishússins. Sérstaða steinbæjanna lá í því...

Bergþórshvoll í Vestur-Landeyjum

Bergþórshvoll er bær í Vestur-Landeyjum þar sem talið er að Njáll Þorgeirsson og kona hans Bergþóra Skarphéðinsdóttir hafi búið undir lok 10. aldar og byrjun 11. aldar. Njáll var lögspekingur mikill, vitur og ráðagóður. Hann...

Bersatunga í Saurbæ

Bersatunga eða Bessatunga er bær í Saurbæ í Dalasýslu sem kenndur er við Hólmgöngu-Bersa sem fjallað er um í Laxælu og Kormáks sögu. Hér ólst Torfi Bjarnason (1838-1915) skólastjóri í Ólafsdal upp en hann...

Betania í Vestmannaeyjum

Betania, kirkja aðventista, stendur við Brekastíg 17. Kirkjan var byggð árið 1925, en þá hafði söfnuður aðventista verið formlega stofnaður ári áður. Norskur trúboði, O.J.Olsen, hafði komið til Eyja 1922 og boðskapur hans náð...

Betel í Vestmannaeyjum

Betel, kirkja Hvítasunnusafnaðarins, stóð við Faxastíg 6, en húsið stendur þar enn nánast í upprunalegri mynd, nú sem hljóðver. Kirkjan var vígð 1926 og þjónaði söfnuðinum fram til ársins 1994, að hann flutti í...

Bjarg í Miðfirði

Bjarg er bær í Miðfirði í Húnavatnssýslu sem er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður frægasta útlaga Íslandssögunnar, Grettis sterka Ásmundarsonar. Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, er fæddur og uppalinn á Ytra-Bjargi en núverandi...

Bjarmaland í Hörðudal

Bjarmalandsför Sveins Gunnarssonar 1915 „Neðarlega í sjálfum Hörðudal er bærinn Bjarmaland, sem þó hefur ekki borið það nafn nema tæp hundrað ár. Hér stóð áður bærinn Geitastekkur eða Geitastekkar, en við hann kenndi sig...

Bláklædda konan

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 12 flytja Marianne Guckelsberger og Marled Mader erindi um sýninguna Bláklædda konan. Ný rannsókn á fornu kumli. Sýningin byggir á rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í...

Blátindur í Vestmannaeyjum

Húsbrotið í hraunkantinum Blátindur stóð við Heimagötu 12b. Leifar hússins urðu vinsælt myndefni eftir Heimaeyjargosið 1973, en einn húsveggur úr Blátindi með stórum glugga ásamt umgerð stóð út úr hraunkantinum um árabil og blasti...

Heimaslóð

Boðaslóð 3 í Vestmannaeyjum

Skip að brenna? Ólafur Vestmann átti lengstum heima á Boðaslóð 3 en hann var fæddur í húsinu Strönd við Miðstræti 9a árið 1906.  Ólafur varð þekktur á einni nóttu fyrir að verða fyrsti maðurinn...

Bolsastaðir í Vestmannaeyjum

Hús verkalýðsfrömuðar Bolsastaðir, Helgafellsbraut 19, eru tengdir upphafi verkalýðsbaráttu í Vestmannaeyjum og nýrrar hugmyndafræði í þeirri baráttu svo sem nafn hússins gefur til kynna. Hér bjó Ísleifur Högnason ásamt konu sinni, Helgu Rafnsdóttur, og...

Borg á Mýrum

Borg er kirkjustaður og fornt höfðingasetur á Mýrum skammt frá Borgarnesi. Staðurinn er þekktastur fyrir að vera landnámsjörð Skallagríms Kveld-Úlfssonar og bær Egils (ca. 910-990) sonar hans. Snorri Sturluson Hér hóf Snorri Sturluson (1179-1241),...

Botninn í Vestmannaeyjum

Botninn var innsti og vestasti hluti hafnarinnar í Vestmannaeyjum, sandfjörur og sandflatir, sem nú eru horfnar fyrir bryggjum og athafnasvæðum Friðarhafnar. Skrúfan Innst í Botninum, skammt norðan Skiphella blasir við há varða steypt undir...

Bræðsluskúrarnir í Vestmannaeyjum

Fyrir aldamótin 1900 voru bræðslu- og lýsishús við verslanirnar í Eyjum, Godthaabsverslunina, Garðsverslunina og Júlíushaab eða Tangann. Var grútur bræddur í bræðslupottum og lýsið geymt og látið setjast til í lifrarkörum áður en það...

Breiðablik í Vestamannaeyjum

Einstök smíð Gísli J. Johnsen (1881-1965) athafnamaður í Eyjum lét byggja Breiðablik árið 1908, og var smíðin einstök á margan hátt. Allur viður í þaki var t.a.m. geirnegldur, og þá eru svalir á húsinu, þar...

Breiðabólsstaður á Fellsströnd

Breiðabólsstaður er bær á Fellsströnd í Dalasýslu. Hér fæddist og ólst upp Friðjón Þórðarson (1923-2009), fv. sýslumaður, þingmaður og ráðherra. Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson er sonur Friðjóns og nýráðinn (ágúst 2018) sveitarstjóri Dalabyggðar, Kristján Sturluson,...

Breiðabólsstaður í Fljótshlíð

Breiðabólsstaður er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð. Hér bjó Ormur Jónsson sem jafnan var kenndur var við staðinn og kallaður Ormur Breiðbælingur. Ormur var sonur Jóns Loftssonar í Odda. Eftir lát Orms bjó Hallveig...

Breiðavík á Vestfjörðum

Breiðavík er allmikil vík og samnefnd jörð og kirkjustaður á sunnanverðum Vestfjörðum milli Látravíkur og Kollsvíkur . Vistheimili fyrir drengi 1952-1979 Á árunum 1952 til 1979 rak íslenska ríkið hér vistheimili fyrir drengi. Málefni heimilisins komust...

Brekastígur 24 í Vestmannaeyjum

Brekastígur 24, heimili Erlings Ágústssonar, rokksöngvara, sem fæddur var 9. ágúst 1930 í Vestmannaeyjum. Húsið er mikið breytt, en Erling reisti síðar bakhús (blátt á mynd) á fullorðinsárum, Brekastíg 24b, fyrir verkstæði og verslun. Þaðan...

Brekastígur 25 í Vestmannaeyjum

Brekastígur 25 (til hægri á mynd og áfast nr. 25) var heimili Bjartmars Guðlaugssonar, texta- og lagasmiðs, f. 13. júní 1952.  Bjartmar fluttist ungur til Vestmannaeyja og lifði þar sín æsku- og ungdómsár.  Hann varð snemma...

Brekka í Svarfaðardal

Brekka er bær í Svarfaðardal. Hér ólst Jóhann Kristinn Pétursson, betur þekktur sem Jóhann risi, upp. Jóhann fæddist á Akureyri þann 9. febrúar 1913, sonur hjónanna Péturs Gunnlaugssonar úr Glerárþorpi og Sigurjónu Jóhannsdóttur frá...

Brimberg í Vestmannaeyjum

Brimberg, Strandvegur 37 var heimili Kristins R. Ólafssonar, útvarpsmanns og pistlahöfundar, sem fæddur er í Vestmannaeyjum 11. september 1952.  Þótt Kristinn væri af bátasmiðum kominn, var hann lítt hneigður að bryggjubrölti eins og Ási...

Brimhólaflatir í Vestmannaeyjum

Flatlendi við Brimhóla, sem lenti undir Illugagötu og íbúðarhúsum þar í grennd um og eftir miðja seinustu öld. Brimhólalaut var vestan Brimhólanna, en hún hvarf eftir Heimaeyjargosið 1973, þegar íþróttahús og sundlaug voru reist...

Brjánslækur á Barðaströnd

Brjánslækur er fornt höfuðból og kirkjustaður á Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum. Brjánslækur stendur við mynni Vatnsfjarðar og er ferjustaður ferjunnar Baldurs sem siglir milli Stykkishólms og Barðastrandar með viðkomu í Flatey á Breiðafirði.  Flókatóftir...

Búðardalur á Skarðsströnd

Búðardalur er bær og fyrrum kirkjustaður á Skarðsströnd í Dalasýslu sem oft er getið í Sturlungu. Samkvæmt Landnámu bjó hinn konungborni landnámsmaður Geirmundur heljarskinn hér fyrsta vetur sinn á Íslandi. Kirkjan í Búðardal var...

Bustarfell í Vopnafirði

Bustarfell (ekki Burstarfell sbr. burst á hússtafni) er eyðibýli og minjasafn í Hofsárdal í Vopnafirði sem stendur undir samnefndu felli.  Bæjarnafnið kemur fyrst fram í Sturlungu í tengslum við Þverárbardaga (Þverárfund) 1255 í Eyjafirði þar...

Byrgin í Sæfelli, Vestmannaeyjum

Við vestanverðar rætur Sæfells má sjá mannvirki, sem láta lítið yfir sér, en vekja spurningar um horfna lífshætti. Þetta eru veðruð, ferköntuð, steypt byrgi, yfirleitt með litlu opi að ofan og stærra á hlið,...

Camp Knox

Braggahverfi (kampar) í seinni heimstyrjöldinni byggðu Bretar og Bandaríkjamenn mikinn fjölda bragga eða  hermannaskála víðs vegar um landið til að hýsa þann mikla fjölda hermanna sem hingað kom á stríðsárunum. Þessir skálar mynduðu oftast þyrpingar eða...

Dagverðarnes í Dölum

Dagverðarnes er nes í Dalasýslu sem dregur nafn sitt af því að Auður djúpúðga er sögð hafa snætt þar dögurð er hún fór þarna um í leit að öndvegissúlum sínum.

Dalir í Vestmannaeyjum

Una skáldkona Una Jónsdóttir, skáldkona, var fædd í Dölum í Vestmannaeyjum 31. janúar 1878, en bjó lengstum á Sólbrekku, Faxastíg 21. Una var alþýðukona, lausaleiksbarn ekkju, sem flutt var nauðug með dætur sínar úr...

Dettifoss

  Dettifoss er foss í Jökulsá á Fjöllum sem á upptök sín í Vatnajökli og rennur til sjávar í Öxarfirði. Dettifoss er 45 metrar á hæð, um 100 metra breiður og er aflmesti foss landsins...

Dráttarbrautir fyrir báta í Vestmannaeyjum

Með auknum útvegi í kjölfar þeirra byltingar, sem varð í Eyjum með tilkomu vélbátanna á fyrstu áratugum 20. aldarinnar, varð veruleg vöntun á aðstöðu til þess að koma bátum á land til viðhalds og...

Drekkingarhylur

  Aftökustaður kvenna Með tilkomu Stóradóms í kjölfar siðaskiptanna um miðja 16. öld færðust dauðadómar mjög í vöxt á Íslandi og í hartnær tvær aldir voru kveðnir upp fjölmargir dauðadómar á Alþingi fyrir morð...

Drífandi í Vestmannaeyjum

Kaupfélag Kaupfélagið Drífandi lét reisa húsið við Bárustíg 2 á Litlabæjarlóðinni og flutti starfsemi sína þangað árið 1921. Húsið fékk nafn félagsins og ber það enn tæpri öld síðar. Kaupfélagið var sölu- og verslunarfélag...

Dritvík á Snæfellsnesi

Dritvík er vík á suðvestanverðu Snæfellsnesi vestan við Djúpalónssand. Í um þrjár aldir var hér ein stærsta verstöð landsins en á 19. öld fór mjög að draga úr sjósókn úr víkinni. Þegar mest var...

Dverghamrar á Síðu

Dverghamrar eru sérstæðir stuðlabergshamrar austan við Foss á Síðu. Talið er að hamrarnir hafi mótast í lok síðustu ísaldar þegar suðurströnd landsins lá hér um. Þá hafi sjávarbrimið smám saman hreinsað allt móberg af...

Dynjandi í Arnarfirði

Dynjandi er um 100 metra hár foss í ánni Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum. Er fossinn efsti fossinn í ánni. Helsta einkenni fossins er lag hans, hversu mikið hann breikkar þegar neðar dregur. Við...

Dysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi

Úrval gripa sem fundust við rannsóknina á Dysnesi er nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands. Árið 2017 fundust sex kuml á Dysnesi við Eyjafjörð. Rannsókn á þeim hefur varpað nýju ljósi á greftrunarsiði í...

Edinborgarbryggja í Vestmannaeyjum

Lækurinn með hrófin var aðalathafnasvæði sjávarútvegs á Heimaey í aldir. Á árabátaöld, þegar sjómenn leituðu lands, tókust þeir á við klappir og kletta sem teygðu sig í sjó fram með sandrifjum inn á milli....

Efri-Núpur

Bær í þjóðbraut Efri-Núpur er bær og forn kirkjustaður í Núpsdal inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Efri-Núpur var áður í þjóðbraut milli Húnavatnssýslu og Borgarfjarðar og bærinn því tilvalinn áningarstaður ferðamanna á leið þeirra milli...

Eiðið í Vestmannaeyjum

Ingólfur og þrælarnir Eiðið, er sandrif, sem tengir Heimaklett og norðurklettana við undirlendi Heimaeyjar. Samkvæmt Landnámu kom Ingólfur Arnarson að þrælum Hjörleifs Hróðmarssonar, fóstbróður síns, á Eiðinu eftir að þeir höfðu vegið Hjörleif og menn hans...

Eilífðin í Vestmannaeyjum

Árið 1907 fékk Gísli J. Johnsen umráð yfir hinu forna uppsátri, Fúlu, og öllum Nausthamrinum austan Læksins. Hófst hann þegar handa við að fylla þarna upp og undirbúa svæðið fyrir fiskvinnsluhús. Var húsið fullgert...

Eiríksstaðir í Haukadal

Eiríksstaðir í Haukadal eru fornar rústir í landi Stóra-Vatnshorns. Það er trú manna að rústirnar séu hinn forni bær Eiríks rauða sem fjallað er um í Landnámu og Eiríks sögu rauða. Samkvæmt þeim sögum bjuggu...

Eistnaflug Neskaupsstað

Eistnaflug Neskaupsstað

Þungarokkshátíð í Neskaupstað sem þekkt er fyrir ótrúlega friðsamlega stemmningu þar sem rokkarar skemmta sér eins og engin sé morgundagurinn. Á seinni árum hefur dagskráin orðið fjölbreyttari og flestir ættu að finna tónlist við...

El Grillo

El Grillo er flak af 10 þúsund lesta bresku olíubirgðaskipi sem þrjár þýskar herflugvélar sökktu á Seyðisfirði þann 10. febrúar 1944. Mannbjörg varð en mikið magn af olíu og hergögnum fóru í hafið með skipinu....

Eldfell í Vestmannaeyjum

Eldfell varð til í Heimaeyjargosinu 1973. Eftir að sprunga myndaðist örlaganóttina, 23. janúar, gaus á mörgum stöðum í henni, en fljótlega varð einn gígur ráðandi, og fellið hlóðst upp í kringum hann á nokkrum...

Eldheimar

Eldheimar í Vestmannaeyjum

Eldheimar er gosminjasafn ofarlega í hlíðum Eldfells. Safnið geymir rústir húss, sem hvarf undir gjall og ösku ásamt fjölmörgum öðrum húsum í Heimaeyjargosinu 1973. Grafið var niður að húsinu árið 2008, en þá hafði...

Eldhraun

Eldhraun er vestari hluti Skaftáreldahrauns en eystri hluti hraunsins nefnist Brunahraun. Hraunið rann úr Lagagígum á Síðumannaafrétti í Skaftáreldum 1783-1784 en Skaftáreldar ollu svonefndum móðuharðindum (sjá einnig færsluna Lakagígar). Skaftáreldahraun er eitt mesta hraun...

Engey á Kollafirði

Engey er um 40 hektara eyja á Kollafirði, þriðja stærsta eyjan í Faxaflóa. Talið er að eyjan hafi verið í byggð eða nýtt frá upphafi byggðar á Íslandi og vitað er að fyrsta kirkjan...

Engidalur í Vestmannaeyjum

Í Engidal við Brekastíg 15c hóf Andrés Gestsson (1917-2009), Andrés blindi, búskap ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Jónsdóttur.  Andrés settist að í Eyjum árið 1939 eftir að hafa komið þangað á vertíðir, þá fyrstu á...

Engillinn í Landakirkjugarði

Engillinn í Landakirkjugarði varð frægt myndefni í Heimaeyjargosinu, 1973, þegar kirkjugarðurinn fylltist af vikri og flest leiði hurfu með krossum, styttum og steinum. Í norðvestur hluta garðsins, skammt frá innganginum, megnaði kolsvart vikurregnið aldrei...

Englar

Jón Björnsson heldur námskeið um engla fyrir félaga í U3A Reykjavík. Námskeiðið er tvö skipti 26. nóvember og 3. desember. Um það bils 266 milljónir engla munu vera að störfum eftir að Lúsifer hvarf...

Erlendarkrær í Vestmannaeyjum

Erlendarkrær eru við Stórhöfða að norðan við Höfðavíkina. Þær eru forn fiskbyrgi, en um miðja 19. öldina rak upp í Víkina milli Stórhöfða og Klaufarinnar enskt skip, en skipverjar reyndust allir látnir og voru...

Erpsstaðir í Miðdölum

  Landnámsjörð Erpsstaðir eru bær í Miðdölum í Dalasýslu. Erpsstaðir voru landnámsjörð Erps Meldúnssonar sem átti að foreldrum skoskan jarl og írska konungsdóttur. Í Sturlubók eru afkomendur Erps nefndir Erplingar. Fornleifar Lengi var forn...

Espihóll í Eyjafirði

Bær í Eyjafirði, löngum stórbýli og höfðingjasetur. Bærinn kemur við sögu í Víga-Glúms sögu og í Sturlungu er sagt frá því að hér hafi Kolbeinn grön Dufgusson verið drepinn árið 1254 að undirlagi Gissurar...

Eyjarhólar í Vestmannaeyjum

Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri og alþingismaður Í þessu húsi ólst Guðlaugur Gíslason upp, síðar bæjarstjóri og alþingismaður Vestmannaeyja, en faðir hans reisti það um miðjan annan áratug 20. aldar. Eyjarhólar voru þá í jaðri bæjarins,...

Fagradalsfjall á Reykjanesi

Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaga, um 385 metrar á hæð. Það telst vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins þótt finna megi stök fell vestar. Flugslys sem breytti veraldarsögunni Nokkur flugslys hafa orðið í fjallinu en því hefur...

Fagriskógur á Galmaströnd

Fagriskógur er bær á Galmaströnd í Eyjafirði þar sem eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar, Davíð Stefánsson (1895-1964), fæddist. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út haustið 1919 en á þeim tíma leigði Davíð herbergi...

Faxasker í Vestmannaeyjum

Faxasker er norður af Ystakletti, og á því er lítið björgunarskýli. 7. janúar 1950 fórst vélbáturinn Helgi VE 333 í vondu veðri við skerið með allri áhöfn og farþegum, alls 10 manns. Helgi VE...

Faxastígur 2a í Vestmannaeyjum

Þórður Stefánsson (1924-2007) byggði Faxastíg 2a og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni.  Faxastígur var fjölfarin gata í Vestmannaeyjum enda stóð kirkja hvítasunnumanna, Betel, við hana og dró til sín á samkomur safnaðarfólk og börn...

Fischersetrið á Selfossi

Fischersetrið er safn að Austurvegi 21 á Selfossi til minningar um bandaríska/íslenska skáksnillinginn Robert J. Fischer sem vann heimsmeistaratitilinn í skák í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík 1972. Í setrinu er sögð saga meistarans og þar má...

Fiskhellar í Vestmannaeyjum

Þverhnýptur móbergsklettur, sem gnæfir til himins vestur á Heimaey á leið í Herjólfsdal. Fiskhellar eru, eins og nafnið bendir til, hellar eða skorningar inni í berginu, þar sem hraungrýti var staflað upp á syllum...

Fiskikrærnar í Vestmannaeyjum

Aðaluppsátur árabátanna í Eyjum voru Hrófin upp af Læknum, en önnur minni voru bæði að austan og vestan við hann. Snemma hafa orðið til lítil hús, krær, sunnan og ofan við Strandveg, þar sem...

Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum

Upphaf vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum í byrjun 20. aldarinnar varð til þess að fiskafli, sem á land barst, stórjókst. Hlóðust því upp miklar hrúgur af úrgangi við krærnar, þar sem gert var að fiskinum. Var...

Fjaðrárgljúfur

Fjaðrárgljúfur er einstaklega fallegt tveggja km langt og 100 metra djúpt gljúfur skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Talið er að gljúfrið hafi orðið til fyrir um það bil 9 þúsund árum fyrir tilverknað vatnsflaums sem...

Fjör í Flóa

Fjör í Flóa

Dagana 26.-28. maí verður fjölskyldu- og menningarhátíð Flóahrepps haldin, því er ekki seinna vænna en að taka helgina frá. Þar sem dagskrá hátíðarinnar er í mótun þá viljum við gjarnan heyra í þér, ef...

Fjósið í Vestmannaeyjum

Fjósið, Hásteinsvegur 17 í Vestmannaeyjum, var heimili Högnu Sigurðardóttur, arkitekts, sem fædd er 6. júlí 1929 í Vestmannaeyjum.  Húsið hefur verið talsvert endurbætt. Högna átti sína æsku í Eyjum, fór ung til náms á fastalandið og...

Flateyri við Önundarfjörð

Flateyri er þorp á Vestfjörðum sem stendur á samnefndri eyri við norðanverðan Önundarfjörð. Þorpið er hluti af Ísafjarðarbæ og þann 1. janúar 2014 voru íbúar Flateyrar 204. Árið 1964 voru íbúar Flateyrar 550. Hvalveiðimaðurinn...

Flatirnar í Vestmannaeyjum

Sandflatir Flatirnar, voru svæði undir Stóra Klifi, sem teygði sig til suðurs og austurs, væntanlega svo langt austur þar sem nokkur íbúðarhús voru reist á fyrri hluta seinustu aldar nokkru fjarri annarri íbúabyggð. Húsin...

Flugumýri í Skagafirði

Flugumýri er bær og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði sem kenndur er við Flugu, hryssu landnámsmannsins Þóris Dúfunefs. Talið er að Dúfunefsfell á Kili sé kennt við Þóri Dúfunef. Flugumýri var höfðingasetur á Sturlungaöld og bjuggu...

Flugur í Vestmannaeyjum

Horfin og breytt strandlengja Eftir að Heimaeyjargosinu lauk árið 1973 var gamla strandlengjan, austurhluti Heimaeyjar, horfin allt frá hafnarmynninu austur og suður fyrir rætur Helgafells. Ströndin einkenndist af hömrum, víkum, töngum, tóm, nefjum, flúðum,...

Fögruvellir í Vestmannaeyjum

Sigurður Vigfússon bjó í tómthúsinu Fögruvöllum á áratugunum fyrir og eftir 1900. Tómthús voru bústaðir án afnota af jörð fyrir fólk, sem oft átti skamma dvöl í sjávarplássi eins og í Eyjum. Tómthús Sigurðar...

Fornar verstöðvar

 Karl Jeppesen Karl Jeppesen hefur ljósmyndað fornar verstöðvar um allt land. Á Veggnum er sýnt úrval þessara mynda. Ástand verstöðvanna er misjafnt. Víða sjást minjarnar glögglega en á öðrum stöðum eru þær horfnar af...

Franski (Gamli) spítalinn

Franski spítalinn var byggður 1906 og stendur húsið í dag við Kirkjuveg 20. Spítalinn var gerður af frönsku líknarfélagi, einn af þremur á Íslandi, og var honum ætlað að þjóna frönskum sjómönnum, sem fjölmenntu...

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði er einn af þremur spítölum sem Frakkar reistu á Íslandi í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar til að þjóna frönskum sjómönnum á Íslandsmiðum. Hinir spítalarnir voru í Vestmannaeyjum og Reykjavík. ...

Fríkirkjuvegur 11

Ættaróðal Thorsaranna Við Fríkirkjuveg 11 stendur friðað hús sem athafnamaðurinn Thor Jensen byggði á árunum 1907 og 1908. Arkitekt hússins var Erlendur Einarsson og yfirsmiður þess var Steingrímur Guðmundsson. Húsið var eitt af fyrstu...

Frostaveturinn mikli – Sögunnar minnst

Frostaveturinn mikli – Sögunnar minnst

Örsýningin FROSTAVETURINN MIKLI 1918 í tengslum við 100 ára Fullveldisafmæli Íslands hefur tekið á sig allsvakalega mynd í safninu en þá gengu a.m.k 27 ÍSBIRNIR á land á Íslandi! Að mæta bjarndýri gat verið stórhættulegt eins...

Frydendal í Vestmannaeyjum

Bókhneigður embættismaður Sigfús Maríus Johnsen var fæddur í Frydendal 1886, einn af 5 bræðrum, en þeirra elstur var Gísli J. Johnsen, athafnamaður og frumkvöðull. Sigfús varð snemma bókhneigður og hélt ungur til náms í...

Gálgahraun á Álftanesi

Gálgahraun er hraunspilda á Álftanesi sem er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8000 árum. Gálgaklettur Í Gálgahrauni er Gálgaklettur sem talinn er einn af aftökustöðum Kópavogsþings sem starfaði frá því snemma á...

Galtafell í Hrunamannahreppi

Galtafell er bær í Hrunamannahreppi í Árnessýslu þar sem listamaðurinn Einar Jónsson fæddist þann 11. maí 1874. Ungur að árum hélt Einar til Kaupmannahafnar til að læra höggmyndalist og stundaði hann m.a. nám við Konunglega listaháskólann...

Gamli-Ossabær

Vorsabær er heiti á nokkrum bæjum í Árnes- og Rangárvallasýslu. Gamli Ossabær er nafn á bæjarrústum í Austur-Landeyjum skammt frá Vorsabæ þar sem talið að bær Höskuldar Hvítanessgoða hafi staðið. Eru rústirnar á svipuðum stað...

Garðar Akranesi

Garðar eru fornt höfuðból og kirkjustaður á Akranesi. Samkvæmt Landnámu voru Garðar jörð Jörundar hins kristna sem kom hingað frá Írlandi. Faðir Jörundar, Ketill Bresason, nam allt Akranes ásamt bróður sínum Þormóði. Staðurinn var...

Garðastæti 15 (Unuhús)

Unuhús er tvílyft timburhús í Garðastræti 15 í Grjótaþorpi, byggt af Guðmundi Jónssyni apótekara og Unu Gísladóttur konu hans árið 1896. Húsið var mikil menningarmiðstöð á fyrri hluta síðustu aldar og fjölsótt af rithöfundum, skáldum...

Garðastræti 11A

Garðastræti 11 A

  Hákot er hús við Garðastræti 11 A í Grjótaþorpi. Hér stóð torfbær sem Þórður Gíslason byggði rétt eftir aldamótin 1800 og kallaði Hákot. Árið 1893 byggðu Guðmundur Ásmundsson og Jón Þórðarson hér samnefnt steinhlaðið...

Garðastræti 23 (Vaktarabærinn)

Þar sem nú er Garðastræti 23 stendur eitt fyrsta timburhúsið sem reist var í Grjótaþorpinu, kannski það fyrsta. Húsið, sem gengur undir nafninu Vaktarabærinn en hefur einnig verið kallað Skemman og Pakkhúsið, var byggt af...

Garðsstaðir í Vestmannaeyjum

Garðsstaðir við Sjómannasund  í Vestmannaeyjum eru fæðingarstaður Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds, sem fæddist þar 16. nóvember 1911.  Húsið var rifið 1969, en stóð nálægt núverandi hraunjaðri við gatnamót núverandi Njarðarstígs og Strandvegar.  Þegar Oddgeir stofnaði...

Garðurinn og Godthaab í Vestmannaeyjum

Umbylting manna og náttúru Þegar staðið er fyrir ofan Bæjarbryggjuna og horft í suður og austur að hraunjaðrinum úr Heimaeyjargosinu 1973, er lítið að sjá annað en malbik, steinsteyptar nýbyggingar og hraungrýti. Öll söguleg...

Gásir í Eyjafirði

Gáseyri er eyri við mynni Hörgár um 11 km norður af Akureyri. Þar má sjá mikinn fjölda tófta að sem nú eru friðlýstar. Gásasvæðið er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs fuglalífs og plantna sem eru á válista....

Geirmundarstaðir á Skarðsströnd

Geirmundarstaðir eru bær á Skarðsströnd í Dalasýslu sem kenndur er við landnámsmanninn Geirmund heljarskinn, eins ættgöfugasta landnámsmanns Íslands. Konungssonur nemur land í Dölum Geirmundur var sonur Hjörs Hörðakonungs og kvæntur Herríði Gautsdóttur Gautrekssonar. Hámundur, tvíburabróðir...

Gillastaðir í Króksfirði

Gillastaðir eru bær í Króksfirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hér var Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur brenndur inni árið 1228 í hefndum fyrir víg Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð. Þorvaldur, sem telja má síðasta höfðingja...

Gíslaklettar í Vestmannaeyjum

19. júni 1692 var morð framið í fiskbyrgi í Vestmannaeyjum við kletta þá, sem nefndir voru eftir hinum myrta: Gíslaklettar. Slík byrgi, oft nefnd fiskigarðar, voru mjög víða á Heimaey allt frá miðöldum og voru...

Gjábakki í Vestmannaeyjum

Gjábakki við Bakkastíg í Vestmannaeyjum var fæðingarstaður Páls Jónssonar, skálda, en hann fæddist í Vestmannaeyjum 9. júlí 1779. Gjábakkabæir voru eða urðu a.m.k. 3, en á mynd má sjá Eystri Gjábakka á 20. öldinni...

Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær er fornt höfuðból, kirkjustaður og byggðasafn í Skagafirði. Meðal þekktra ábúenda í Glaumbæ til forna má nefna Þorfinn Karlsefni landkönnuð og konu hans Guðríði Þorbjarnardóttur, Snorra son þeirra (að líkindum fyrsta hvíta barnið sem...

Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn er hús efst í Mosfellsdal, byggt 1945. Húsið byggði rithöfundurinn og Nóbelsskáldið Halldór Laxness (1902-1998) og kona hans Auður Sveinsdóttir (1918-2012), skammt frá æskuheimili Halldórs. Húsið var bæði heimili og vinnustaður skáldsins (1955).  Safn Íslenska...

Goddastaðir í Laxárdal

Goddastaðir eru bær í Laxárdal í Dalasýslu. Í Laxdælu segir að hér hafi Þórður goddi og kona hans Vigdís búið. Hér ólu þau hjón Ólaf páa Höskuldsson upp frá sjö ára aldri þar til hann flutti...

Goðasteinn í Vestmannaeyjum

Skólamaðurinn Í Goðasteini bjó Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólamaður, rithöfundur og frumkvöðull í margs konar félags- og menningarstarfsemi í Eyjum frá því snemma á 20. öld og fram á seinni hluta aldarinnar. Þorsteinn var Austfirðingur,...

Goðheimar kannaðir

Goðheimar kannaðir Sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 les Kristín Ragna Gunnarsdóttir úr bók sinni Úlfur og Edda: Drekaaugun. Að leiklestri loknum býðst gestum stutt leiðsögn um goðsagnatengt efni sýningarinnar Sjónarhorn. Þetta er skemmtileg sögustund fyrir forvitnar fjölskyldur. Ókeypis...

Grænahlíð 9 í Vestmannaeyjum

Grænahlíð 9 var æsku- og ungdómsheimili Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem varð þjóðþekktur í afskiptum sínum að covid-19 veirunni er tröllreið heimsbyggðinni árið 2020.  Þórólfur var einn af svokölluðu þríeyki, sem stýrði viðbrögðum íslensku þjóðarinnar...

Grenjaðarstaður í Suður-Þingeyjarsýslu

Grenjaðarstaður er fornt höfuðból og kirkjustaður í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt Landnámu var staðurinn landnámsjörð Grenjaðar Hrappssonar. Grenjaðarstaður var talið eitt af bestu brauðum landins og hér sátu löngum höfðingjar og merkir prestar. Hér...

Gröf í Vestmannaeyjum

Gröf, við Urðarveg 7 í Vestmannaeyjum, var bernskuheimili Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf, sem fæddur var í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Húsið var brennt til þess að hindra útbreiðslu á taugaveiki, en gatan hvarf...

Grófin í Reykjavík

Grófin er heiti á horfnum fjörukrika í Reykjavík sem staðsettur var þar sem nú er Vesturgata 2-4. Talið er að hún hafi verið lendingastaður og uppsátur fyrir báta Víkurbóndans og annarra bæja sem stóðu...

Grund á Fellsströnd

Grund er bær á  Fellsströnd í Dalasýslu sem Gestur Sveinsson (1920-1980) reisti í landi Litla-Galtardals árið 1954. Hann giftist Guðrúnu (Dúnu) Valdimarsdóttur frá Guðnabakka í Stafholtstungum (var fædd að Kjalvararstöðum í Reykholtsdal) og eignuðust þau...

Grund í Eyjafirði

Grund er fornt höfuðból og kirkjustaður í Eyjafirði skammt sunnan við Hrafnagil, um 20 km frá Akureyri. Hér stendur stærsta og glæsilegasta kirkja landsins sem byggð er af einstaklingi. Sturlungaöld Þegar Sighvatur Sturluson, sonur...

Grund í Vestmannaeyjum

Árni Árnason frá Grund var fæddur á Vestri-Búastöðum í Vestmannaeyjum 19. mars 1901 og flutti kornungur með foreldrum sínum í nýtt, lítið íbúðarhús á horni Kirkjuvegar og Sólhlíðar, sem hlaut nafnið Grund. Við það...

Grundarstígur 10 í Reykjavík

Steinhúsum fjölgar í Reykjavík Hannes Þ. Hafstein (1861-1922), þáverandi bankastjóri, byggði húsið á Grundarstíg 10 eftir brunann mikla 1915 þegar Hótel Reykjavík og 11 önnur hús brunnu til kaldra kola í miðbæ Reykjavíkur. Hannes...